föstudagur, september 29, 2006
Hildur og Hinrik Leonard
Hinrik tók uppá því að klæða sig upp í búning í kvöld. Hann setti á sig buffið hans pabba síns og tróð sokkum og nærbuxum inná sig til að vera með bumbu eins og mamma sín. Ég í nýja dressinu mínu og skónum sem Ingólfur gaf mér í brúðkaupsafmælisgjöf en 29. september erum við búin að vera gift í 5 ár! Mér finnst bumban á mér orðin ansi stór miðað við að ég er bara komin 16 vikur á leið en svona er þetta víst!
föstudagur, september 22, 2006
Námskeið, barn nr 2 og fjórði kafli
Jæja gott fólk. Þá er ég búin að taka ákvörðum um skáldsöguna mína, ég ætla ekki að birta meira í bili hér þar sem ég er nú búin að skrifa fjórða kafla og ætla að byrja að vinna svolítið betur í sögunni, þetta var svona tíser sem ég setti inn til að athuga viðbrögðin og verð ég að segja að ég er mjög ánægð með þau. Ég er nú búin að skrifa þessa sögu á stuttum tíma sitjandi við borð á kaffihúsum bæjarins og langar nú að gera þetta af svolítilli alvöru, jafnvel með það í huga að gefa hana út einhverntíma.
Annars er allt fínt að frétta af mér og mínum. Flutingar í Hafnarfjörð standa fyrir dyrum og verður nú gott að hætta þessum ferðalögum úr Njarðvík í Reykjavík kvölds og morgna. Barnið dafnar vel í bumbunni, er samt búin að vera í rannsóknum vegna of margra hvítra blóðkorna og komin á pensillín sem vonandi slær á þá þreytu sem hefur þjáð mig síðustu vikur. Væntanlegur fæðingardagur er 19. mars 2007 sem þýðir að barnið mun fæðast nokkrum dögum fyrr því ég fer beint í keisara.
Hinrik orðin mjög spenntur og talar alltaf um systur sína en það mun koma í ljós 30. október hvort kynið er og ég mun tilkynna það hér því við ætlum að fá að vita það!
Ég er að byrja að vinna í Hafnarfirði í næstu viku. Ætla að vera með námskeið í hönnun í félagsmiðstöð og hlakka mikið til!
Live long and prosper
Annars er allt fínt að frétta af mér og mínum. Flutingar í Hafnarfjörð standa fyrir dyrum og verður nú gott að hætta þessum ferðalögum úr Njarðvík í Reykjavík kvölds og morgna. Barnið dafnar vel í bumbunni, er samt búin að vera í rannsóknum vegna of margra hvítra blóðkorna og komin á pensillín sem vonandi slær á þá þreytu sem hefur þjáð mig síðustu vikur. Væntanlegur fæðingardagur er 19. mars 2007 sem þýðir að barnið mun fæðast nokkrum dögum fyrr því ég fer beint í keisara.
Hinrik orðin mjög spenntur og talar alltaf um systur sína en það mun koma í ljós 30. október hvort kynið er og ég mun tilkynna það hér því við ætlum að fá að vita það!
Ég er að byrja að vinna í Hafnarfirði í næstu viku. Ætla að vera með námskeið í hönnun í félagsmiðstöð og hlakka mikið til!
Live long and prosper
mánudagur, september 04, 2006
Mikið að gerast
Nú er þriðji kaflinn komin á netið. Ég hef haft lítinn tíma uppá síðkastið til að skrifa en fann smá smugu í dag.
Helgi og Bryndís eru komin með þriðja soninn! Fæddist á mánudaginn fyrir viku 28. ágúst. Sléttur og yndislega fallegur drengur. Kannski fæ ég einhverntíma leyfi til að setja mynd af honum hér inn!
Varðandi skáldsöguna þá fékk ég nokkur komment um það að þetta væri lítil skáldsaga þar sem fyrsti kafli er byggður á sannsögulegum atburðum en vil ég nú endilega ítreka það að sagan sem ég er að semja núna og birtist hér í köflum er algerlega skálduð þó að sum atriði séu sannsöguleg, Hanna á það eitt sameiginlegt með mér að hafa farið til ítalíu í nám og reyndar að nafnið hennar byrjar á H... thats it. Vona að þið njótið og endilega haldið áfram að kommentera þar sem þau halda mér gangandi og við efnið!
Helgi og Bryndís eru komin með þriðja soninn! Fæddist á mánudaginn fyrir viku 28. ágúst. Sléttur og yndislega fallegur drengur. Kannski fæ ég einhverntíma leyfi til að setja mynd af honum hér inn!
Varðandi skáldsöguna þá fékk ég nokkur komment um það að þetta væri lítil skáldsaga þar sem fyrsti kafli er byggður á sannsögulegum atburðum en vil ég nú endilega ítreka það að sagan sem ég er að semja núna og birtist hér í köflum er algerlega skálduð þó að sum atriði séu sannsöguleg, Hanna á það eitt sameiginlegt með mér að hafa farið til ítalíu í nám og reyndar að nafnið hennar byrjar á H... thats it. Vona að þið njótið og endilega haldið áfram að kommentera þar sem þau halda mér gangandi og við efnið!
Ótitluð skáldsaga þriðji kafli.
3. kafli.
Klukkan 5.30 hringdi dyrabjallan... ég rumskaði, hafði ekki sofnað fyrr en klukkan 4. og var alls ekki til í að fara að taka á móti Demetrio. Bjallan hringdi og hringdi. Ég skreiddist að dyrasímanum og hleypti honum inn, hafði ekki einu sinni fyrir því að segja eitthvað í dyrasímann. Maðurinn náttúrulega búin að eyða nóttinni í lestinni, ég varð að hleypa honum inn. Opnaði svo hurðina, skreiddist aftur inn í herbergi og klæddi mig í náttfötin vildi ekki senda Demetrio einhver skilaboð með því að vera nakinn í rúminu,. Ég heyrði hurðina lokast. Ég ákvað að loka augunum og vonaði að hann myndi bara leggjast við hliðina á mér og sofna. Hafði eytt megninu af andvökunóttinni í að hugsa um hvernig ég ætti að koma mér út úr þessu. En hafði ekki enn fundið neina lausn. Ég var búin að segja honum að ég vildi hann ekki, að ég vildi hætta með honum en var ekki alveg viss hvernig ég myndi bregðast við ef hann færi eitthvað að reyna að sofa hjá mér. Það var auðvitað voðagott að sofa hjá honum og það hafði ekkert að gera með tilfinningarnar mínar gagnvart honum. Gat svosem lokað augunum og látið sem hann væri einhver annar.. var náttúrulega í æfingu með það síðan ég var með Alberto...
“Hanna ég vissi að þú myndir sjá að þér, ég er komin og ætla aldrei að fara frá þér aftur.”
Rödd Alberto skarst inn í vitund mína...
“Alberto....? Hvað í andskotanum ertu að gera hér?” Hann lá nakinn við hliðina á mér... búin að raka af sér skeggið og allt hárið og reyndar öll önnur líkamshár.
“Drullaðu þér út, núna, ég vil þig ekki, ALDREI!” Ég fann hvernig tryllingurinn magnaðist upp í mér. Ég var ekki alveg að höndla situasjónina.
“Já en þú hleyptir mér inn, þú elskar mig enn.. þú veist það!”
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, Mauri ekki heima, og Alberto nakinn í rúminu mínu. Ég skutlaðist upp úr rúminu og hljóp fram. Berti þorði ekki á eftir mér, hélt auðvitað að Mauri væri heima og vildi ekki láta koma að sér nöktum frammi. Reyndar skrítið að hann skildi yfirleitt afklæða sig, hafði held ég aldrei séð hann nakinn, hann var alltaf í sokkunum þegar við sváfum saman!
Bjallan hringdi aftur. Fokk!!! í öllu panikkinu var ég búin að gleyma Demetrio! Skelfingin hríslaðist um mig og áður en ég vissi af var ég búin að hleypa honum inn og loka mig inná klósetti. Ég lá á hurðinni, vantaði bara glas til að leggja á hurðina til að heyra betur! Heyrði hurðina opnast og einhvern koma inn. Sekúndurnar liðu hægt. Ég var að tapa mér þegar ég heyrði öskur og stympingar.
“Hver ert þú? Hvar er Hanna?”
Ég opnaði hurðina hægt og sá Alberto standa vafin í lakið skelfingu lostinn. Rósablöð voru á víð og dreif í kringum hann. Demetrio hafði greinilega lamið hann með blómvendi sem var greinilega ætlaður mér.
Ég sá bara í bakið á honum. Nú yrðu einhver læti, því Demetrio var ekki skapprúður maður.
“Hver ert þú?” Heyrði ég hann segja, ég passaði mig að hafa nógu litla rifu á hurðinni þannig að ég sæi þá en þeir ekki mig.
“Ég er Alberto...”
“Ert þú Berti Skerti?” Demetrio hló! “Þú ert ljótari en ég hélt”
Ég vissi ekki hvað ég átti að halda!? Það að Demetrio skildi hlæja sýndi að hann hafði greinilega það mikið sjálfsálit að hann trúði ekki að ég hefði verið að halda framhjá honum... en að Berti skildi vera nakinn í rúminu mínu bauð ekki uppá aðra möguleika en að hann hefði sofið hér í nótt.
Berti titraði... “Hver ert þú?
“Ég er kærastinn... Hver ert þú?
“Ég er kærastinn!” Svaraði Berti.. Ég er búin að vera með Hönnu í marga mánuði, ég elska hana, hún vill mig..”
“Svafstu hérna í nótt?”
“Nei ég var að koma en Hanna elskar mig ég veit það”
Ég stóð enn bakvið klósetthurðina, var að spá hvort ég ætti nokkuð að blanda mér í þetta. Mikið væri nú gott ef að þeir ákvæðu að fara saman á kaffihús til að ræða um mig, og þá myndi ég kannski geta haldið áfram að sofa og losnað við þá báða! Það var óskhyggja, auðvitað.
“Og hvar er hún?” Spurði Demetrio, og eitthvað virtist vera að þykkna upp í honum.
“Hún var hérna rétt áðan. Hlýtur að vera að koma. Ég verð að fá að klæða mig!”
“Af hverju ertu nakin?”
Berti byrjaði að klæða sig eins og hálfviti, inní lakinu.
Demetrio reif af honum lakið og skellihló.
“Hanna!!” Berti öskraði yfir sig og ég vissi að ég gæti ekki lengur falið mig inni á klósetti.
Svo gerðist það, Demetrio ýtti Berta út úr herberginu, hann var bara komin í bolinn sinn. Ég horfði á eftir þeim fram á gang og hætti mér þá út af klósettinu, Demetrio opnaði hurðina og henti Berta út. Hann var enn bara á bolnum, stuttum hlýrabol með götum, eineygði vinurinn gapti við okkur, aleinn og umkomulaus á rökuðum pungnum.
“Hanna....?!?” Berti horfði á mig brostnum augum. Og Demetrio skellti á nefið á honum, eða frekar tillann!
Ég hló, og hló og hló... fékk móðursýkiskast og hló enn meira. Demetrio hló ekki.
“Hanna hvað er í gangi?”
“Demetrio, hvað ert þú að gera hér? Ég var búin að biðja þig um að koma ekki”
“Hanna mín, ég elska þig þú veist það og þú elskar mig og þú hefur ekkert með það að vilja hætta með mér núna. Sérðu ekki hvernig ég lít út!? Þú getur ekki verið annað en ástfangin af mér þú veist það. Viltu svona rakaðan hamstur eins og Berta?? Nei, þú elskar mig og þannig er það. Komdu uppí rúm og við skulum tala saman!”
Talandi um veruleikafyrringu, ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða gera. Bjallan byrjaði að hringja, og hringja. Berti byrjaði svo að kalla:
“Nærbuxurnar Hanna, gerðu það láttu mig allavega fá nærbuxurnar!” Ég rankaði við mér og fór inní herbergi safnaði saman fötunum og henti þeim fram af svölunum.
“Fötin þín eru á götunni Berti, taktu þau og farðu og KOMDU ALDREI AFTUR!”
Ég heyrði Berta fara inn í lyftuna og langaði ekki einu sinni til að horfa fram af svölunum til að sjá hann hálf nakinn reyna að safna saman fötunum.
Ég settist á rúmið mitt og Demetrio settist við hliðina á mér. Ég virti hann fyrir mér, hann var eins og grískur Guð.. eða betra Rómverskur Guð. Vöðvastæltur með sítt hár. Ég sá bara ekki fegurðina, heldur bara barnalegan ungan dreng sem ég vildi ekki lengur vera með.
“Demetrio, ég vil ekki lengur vera með þér, við erum búin að eiga góðar stundir en ég vil ekki lengur vera kærastan þín.” Mig langaði mest að segja klisjuna; Þetta er ég ekki þú, en fann það ekki í mér.
“Má ég sofna og fara með lestinni seinni partinn?”
“Allt í lagi! Farðu að sofa”
Ég lokaði hurðinni á eftir mér og fór inn í eldhús til að hella mér uppá kaffi. Settist við eldhúsborðið og byrjaði að hugsa. Hvernig í ósköpunum hafði mér tekist að koma mér í þessa aðstöðu! Hugurinn bar mig aftur um tvö ár. Vorkvöld í Reykjavík við bláan tölvuskjá.......
Klukkan 5.30 hringdi dyrabjallan... ég rumskaði, hafði ekki sofnað fyrr en klukkan 4. og var alls ekki til í að fara að taka á móti Demetrio. Bjallan hringdi og hringdi. Ég skreiddist að dyrasímanum og hleypti honum inn, hafði ekki einu sinni fyrir því að segja eitthvað í dyrasímann. Maðurinn náttúrulega búin að eyða nóttinni í lestinni, ég varð að hleypa honum inn. Opnaði svo hurðina, skreiddist aftur inn í herbergi og klæddi mig í náttfötin vildi ekki senda Demetrio einhver skilaboð með því að vera nakinn í rúminu,. Ég heyrði hurðina lokast. Ég ákvað að loka augunum og vonaði að hann myndi bara leggjast við hliðina á mér og sofna. Hafði eytt megninu af andvökunóttinni í að hugsa um hvernig ég ætti að koma mér út úr þessu. En hafði ekki enn fundið neina lausn. Ég var búin að segja honum að ég vildi hann ekki, að ég vildi hætta með honum en var ekki alveg viss hvernig ég myndi bregðast við ef hann færi eitthvað að reyna að sofa hjá mér. Það var auðvitað voðagott að sofa hjá honum og það hafði ekkert að gera með tilfinningarnar mínar gagnvart honum. Gat svosem lokað augunum og látið sem hann væri einhver annar.. var náttúrulega í æfingu með það síðan ég var með Alberto...
“Hanna ég vissi að þú myndir sjá að þér, ég er komin og ætla aldrei að fara frá þér aftur.”
Rödd Alberto skarst inn í vitund mína...
“Alberto....? Hvað í andskotanum ertu að gera hér?” Hann lá nakinn við hliðina á mér... búin að raka af sér skeggið og allt hárið og reyndar öll önnur líkamshár.
“Drullaðu þér út, núna, ég vil þig ekki, ALDREI!” Ég fann hvernig tryllingurinn magnaðist upp í mér. Ég var ekki alveg að höndla situasjónina.
“Já en þú hleyptir mér inn, þú elskar mig enn.. þú veist það!”
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, Mauri ekki heima, og Alberto nakinn í rúminu mínu. Ég skutlaðist upp úr rúminu og hljóp fram. Berti þorði ekki á eftir mér, hélt auðvitað að Mauri væri heima og vildi ekki láta koma að sér nöktum frammi. Reyndar skrítið að hann skildi yfirleitt afklæða sig, hafði held ég aldrei séð hann nakinn, hann var alltaf í sokkunum þegar við sváfum saman!
Bjallan hringdi aftur. Fokk!!! í öllu panikkinu var ég búin að gleyma Demetrio! Skelfingin hríslaðist um mig og áður en ég vissi af var ég búin að hleypa honum inn og loka mig inná klósetti. Ég lá á hurðinni, vantaði bara glas til að leggja á hurðina til að heyra betur! Heyrði hurðina opnast og einhvern koma inn. Sekúndurnar liðu hægt. Ég var að tapa mér þegar ég heyrði öskur og stympingar.
“Hver ert þú? Hvar er Hanna?”
Ég opnaði hurðina hægt og sá Alberto standa vafin í lakið skelfingu lostinn. Rósablöð voru á víð og dreif í kringum hann. Demetrio hafði greinilega lamið hann með blómvendi sem var greinilega ætlaður mér.
Ég sá bara í bakið á honum. Nú yrðu einhver læti, því Demetrio var ekki skapprúður maður.
“Hver ert þú?” Heyrði ég hann segja, ég passaði mig að hafa nógu litla rifu á hurðinni þannig að ég sæi þá en þeir ekki mig.
“Ég er Alberto...”
“Ert þú Berti Skerti?” Demetrio hló! “Þú ert ljótari en ég hélt”
Ég vissi ekki hvað ég átti að halda!? Það að Demetrio skildi hlæja sýndi að hann hafði greinilega það mikið sjálfsálit að hann trúði ekki að ég hefði verið að halda framhjá honum... en að Berti skildi vera nakinn í rúminu mínu bauð ekki uppá aðra möguleika en að hann hefði sofið hér í nótt.
Berti titraði... “Hver ert þú?
“Ég er kærastinn... Hver ert þú?
“Ég er kærastinn!” Svaraði Berti.. Ég er búin að vera með Hönnu í marga mánuði, ég elska hana, hún vill mig..”
“Svafstu hérna í nótt?”
“Nei ég var að koma en Hanna elskar mig ég veit það”
Ég stóð enn bakvið klósetthurðina, var að spá hvort ég ætti nokkuð að blanda mér í þetta. Mikið væri nú gott ef að þeir ákvæðu að fara saman á kaffihús til að ræða um mig, og þá myndi ég kannski geta haldið áfram að sofa og losnað við þá báða! Það var óskhyggja, auðvitað.
“Og hvar er hún?” Spurði Demetrio, og eitthvað virtist vera að þykkna upp í honum.
“Hún var hérna rétt áðan. Hlýtur að vera að koma. Ég verð að fá að klæða mig!”
“Af hverju ertu nakin?”
Berti byrjaði að klæða sig eins og hálfviti, inní lakinu.
Demetrio reif af honum lakið og skellihló.
“Hanna!!” Berti öskraði yfir sig og ég vissi að ég gæti ekki lengur falið mig inni á klósetti.
Svo gerðist það, Demetrio ýtti Berta út úr herberginu, hann var bara komin í bolinn sinn. Ég horfði á eftir þeim fram á gang og hætti mér þá út af klósettinu, Demetrio opnaði hurðina og henti Berta út. Hann var enn bara á bolnum, stuttum hlýrabol með götum, eineygði vinurinn gapti við okkur, aleinn og umkomulaus á rökuðum pungnum.
“Hanna....?!?” Berti horfði á mig brostnum augum. Og Demetrio skellti á nefið á honum, eða frekar tillann!
Ég hló, og hló og hló... fékk móðursýkiskast og hló enn meira. Demetrio hló ekki.
“Hanna hvað er í gangi?”
“Demetrio, hvað ert þú að gera hér? Ég var búin að biðja þig um að koma ekki”
“Hanna mín, ég elska þig þú veist það og þú elskar mig og þú hefur ekkert með það að vilja hætta með mér núna. Sérðu ekki hvernig ég lít út!? Þú getur ekki verið annað en ástfangin af mér þú veist það. Viltu svona rakaðan hamstur eins og Berta?? Nei, þú elskar mig og þannig er það. Komdu uppí rúm og við skulum tala saman!”
Talandi um veruleikafyrringu, ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða gera. Bjallan byrjaði að hringja, og hringja. Berti byrjaði svo að kalla:
“Nærbuxurnar Hanna, gerðu það láttu mig allavega fá nærbuxurnar!” Ég rankaði við mér og fór inní herbergi safnaði saman fötunum og henti þeim fram af svölunum.
“Fötin þín eru á götunni Berti, taktu þau og farðu og KOMDU ALDREI AFTUR!”
Ég heyrði Berta fara inn í lyftuna og langaði ekki einu sinni til að horfa fram af svölunum til að sjá hann hálf nakinn reyna að safna saman fötunum.
Ég settist á rúmið mitt og Demetrio settist við hliðina á mér. Ég virti hann fyrir mér, hann var eins og grískur Guð.. eða betra Rómverskur Guð. Vöðvastæltur með sítt hár. Ég sá bara ekki fegurðina, heldur bara barnalegan ungan dreng sem ég vildi ekki lengur vera með.
“Demetrio, ég vil ekki lengur vera með þér, við erum búin að eiga góðar stundir en ég vil ekki lengur vera kærastan þín.” Mig langaði mest að segja klisjuna; Þetta er ég ekki þú, en fann það ekki í mér.
“Má ég sofna og fara með lestinni seinni partinn?”
“Allt í lagi! Farðu að sofa”
Ég lokaði hurðinni á eftir mér og fór inn í eldhús til að hella mér uppá kaffi. Settist við eldhúsborðið og byrjaði að hugsa. Hvernig í ósköpunum hafði mér tekist að koma mér í þessa aðstöðu! Hugurinn bar mig aftur um tvö ár. Vorkvöld í Reykjavík við bláan tölvuskjá.......
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)