föstudagur, september 22, 2006

Námskeið, barn nr 2 og fjórði kafli

Jæja gott fólk. Þá er ég búin að taka ákvörðum um skáldsöguna mína, ég ætla ekki að birta meira í bili hér þar sem ég er nú búin að skrifa fjórða kafla og ætla að byrja að vinna svolítið betur í sögunni, þetta var svona tíser sem ég setti inn til að athuga viðbrögðin og verð ég að segja að ég er mjög ánægð með þau. Ég er nú búin að skrifa þessa sögu á stuttum tíma sitjandi við borð á kaffihúsum bæjarins og langar nú að gera þetta af svolítilli alvöru, jafnvel með það í huga að gefa hana út einhverntíma.

Annars er allt fínt að frétta af mér og mínum. Flutingar í Hafnarfjörð standa fyrir dyrum og verður nú gott að hætta þessum ferðalögum úr Njarðvík í Reykjavík kvölds og morgna. Barnið dafnar vel í bumbunni, er samt búin að vera í rannsóknum vegna of margra hvítra blóðkorna og komin á pensillín sem vonandi slær á þá þreytu sem hefur þjáð mig síðustu vikur. Væntanlegur fæðingardagur er 19. mars 2007 sem þýðir að barnið mun fæðast nokkrum dögum fyrr því ég fer beint í keisara.
Hinrik orðin mjög spenntur og talar alltaf um systur sína en það mun koma í ljós 30. október hvort kynið er og ég mun tilkynna það hér því við ætlum að fá að vita það!

Ég er að byrja að vinna í Hafnarfirði í næstu viku. Ætla að vera með námskeið í hönnun í félagsmiðstöð og hlakka mikið til!

Live long and prosper

Engin ummæli: