mánudagur, september 04, 2006

Mikið að gerast

Nú er þriðji kaflinn komin á netið. Ég hef haft lítinn tíma uppá síðkastið til að skrifa en fann smá smugu í dag.

Helgi og Bryndís eru komin með þriðja soninn! Fæddist á mánudaginn fyrir viku 28. ágúst. Sléttur og yndislega fallegur drengur. Kannski fæ ég einhverntíma leyfi til að setja mynd af honum hér inn!

Varðandi skáldsöguna þá fékk ég nokkur komment um það að þetta væri lítil skáldsaga þar sem fyrsti kafli er byggður á sannsögulegum atburðum en vil ég nú endilega ítreka það að sagan sem ég er að semja núna og birtist hér í köflum er algerlega skálduð þó að sum atriði séu sannsöguleg, Hanna á það eitt sameiginlegt með mér að hafa farið til ítalíu í nám og reyndar að nafnið hennar byrjar á H... thats it. Vona að þið njótið og endilega haldið áfram að kommentera þar sem þau halda mér gangandi og við efnið!

Engin ummæli: