Innihald
2-3 kjúklingabringur (má nota hvaða kjúllakjöt sem er en mér finnst bringurnar bestar)
smá sojasósa
2 kjúklingateninga
1 grænmetistening
3-4 gulrætur
1/2 púrrulaukur
Brokkolí ( má nota hvaða grænmeti sem er)
ca 3 hreiður af núðlum... kaupi pakka í bónus með 4 hreiðrum.
Engifer (ferskt)
chilli pipar
Maldon salt
Byrja á því að skera bringurnar í litla bita og steikja á djúpri pönnu eða potti. Krydda með chillipipar, salti og pipar og setja svo slettu af sojasósu yfir...
bæta svo púrrulauknum og gulrótunum útí
steikja smá... setja svo soðið vatn yfir... ca 1-2 lítra... og alla teningana... láta sjóða í ca 10 min.. þá smakkarðu súpuna til og bætir útí kryddi eða salti ef þarf.
bæta svo brokkolíinu út í og núðlunum og slökkva undir pottinum.... láta vera í ca 5 min og þá er súpan tilbúin.... þegar þú ert búin að setja súpuna í disk þá rífurðu engifer yfir.. eins mikið og þú vilt.
verði ykkur að góðu:)
2 ummæli:
Ég held ég prófi þessa uppskrift snarlega.
lofa þér að hún er rosalega góð:)
Skrifa ummæli