föstudagur, desember 31, 2010

Kjúklinganúðlusúpa

Ég var í mörg ár fastakúnni á Veitingastaðnum Asíu, ég borðaði aðallega tvo rétti þar.... Hrísgrjónanúðlur með kjúklingi og rækjum og Kjúklingasúpuna... þá kostaði súpan 690 kr.. og var svo gott að hoppa úr vinnunni í hádeginu með fallegum konum... (yfirleitt Freyju og Sollu) og borða dásamlegan mat... svo flutti ég í úthverfi Hafnarfjarðar og Asía hækkaði matinn... svo ég fór að þróa uppáhaldsréttina mína heima ... læt fylgja með hér uppskriftina af kjúllasúpunni... sérstaklega fyrir Ástu Birnu!

Innihald
2-3 kjúklingabringur (má nota hvaða kjúllakjöt sem er en mér finnst bringurnar bestar)
smá sojasósa
2 kjúklingateninga
1 grænmetistening
3-4 gulrætur
1/2 púrrulaukur
Brokkolí ( má nota hvaða grænmeti sem er)
ca 3 hreiður af núðlum... kaupi pakka í bónus með 4 hreiðrum.
Engifer (ferskt)
chilli pipar
Maldon salt

Byrja á því að skera bringurnar í litla bita og steikja á djúpri pönnu eða potti. Krydda með chillipipar, salti og pipar og setja svo slettu af sojasósu yfir...
bæta svo púrrulauknum og gulrótunum útí
steikja smá... setja svo soðið vatn yfir... ca 1-2 lítra... og alla teningana... láta sjóða í ca 10 min.. þá smakkarðu súpuna til og bætir útí kryddi eða salti ef þarf.
bæta svo brokkolíinu út í og núðlunum og slökkva undir pottinum.... láta vera í ca 5 min og þá er súpan tilbúin.... þegar þú ert búin að setja súpuna í disk þá rífurðu engifer yfir.. eins mikið og þú vilt.

verði ykkur að góðu:)


2 ummæli:

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Ég held ég prófi þessa uppskrift snarlega.

Hildurina sagði...

lofa þér að hún er rosalega góð:)