laugardagur, janúar 15, 2011

Date night... út og borða og Faust

 Við hjónin fórum á stúfana í gærkveldi og áttum "Date night" fengum Erlu Guðný flottustu barnapíuna til að passa strákana okkar og brunuðum á dásamlega Tían.. 
leyndarmálið á Grensásveginum 
 Þar er svo gott að borða og gott verð og sorglega vorum við einu gestirnir þarna kl 20.40.  
Um 21.30 vorum við mætt í Borgaleikhúsið til að sjá Faust, 
Auður móðursystir mín gaf okkur gjafakort og við vorum full tilhlökkunnar að sjá Vesturportarana í Faust

 Við hittum fullt af fólki fyrir sýninguna og settumst svo á 15. bekk sæti 35 og 36, 
stórkostlegur staður og eftir langa fjarveru frá leikhúsi fann ég fiðrildi í maganum.  
Hef ekki komið í Borgarleikhúsið síðan 16. júní 2006, 
þá var ég á Grímunni af því að Ingó minn var tilnefndur, 
það var líka dagurinn sem ég hætti í Óperunni.
 Sýningin byrjaði hægt, var svolítið eins og Hollywood mynd.. 
hæg og bítandi... 
3 mínútum eftir að sýningin byrjaði komu hjón á okkar aldri inn og settust í sæti 33 og 34.. 
kannaðist við hann úr FG... 
hann sofnaði strax, og ég benti Ingó á það og kímdi...
 Svo magnaðist sýningin... 
eitthvað rosalegt var að fara að gerast... 
og því miður líka við hliðina á mér.... 
um leið og allt aksjónið hófst á sviðinu vaknaði sessunautur minn af værum blundi og ældi fram fyrir sig, yfir skóna mína og leggings og notaði svo trefilinn sinn til að gubba meira og stóð svo upp og tróðst fram hjá okkur og út.  
Konan hans var skelfingu lostin... 
vorkenndi henni svakalega... 
og hún stóð ekki upp fyrr en uþb 10-15 min seinna og fór út.  
Fnykurinn var skelfilegur, ég var með klút sem ég þurfti að halda fyrir vitum mínum næsta klukkutímann... 
og lyktin var hrikaleg allan tímann...
hún barst yfir allt leikhúsið og frændfólk mitt á bekk 11 var að spá í þessari gubbufýlu sem allt í einu fór að finnast.
 Þegar hléið loksins kom sáum við stóran poll af gubbi 
og hvursu illa leiknir skórnir mínir nýju og fallegu voru... 
starfsfólk Borgaleikhússins stóð sig rosalega vel í hléi 
og hreinsaði allt upp... 
hléið var aðeins lengra fyrir vikið...
ég fékk tusku og gat þrifið skóna mína en smá keimur var í loftinu eftir hlé... 
gubbulykt!!
Sýningin var æðisleg... 
en því er ekki að neita að gubbið eyðilagði svolítið fyrir mér!!  
Held að skórnir séu samt í lagi...
það kemur í ljós þegar þeir þorna.

2 ummæli:

Helgi Hinriks sagði...

Djísess þetta hefur verið ógeðslegt. Hrikalega tillitslaust af fólki að mæta í leikhús í svona standi.

Hildurina sagði...

ójá... en ég er búin að fá gjafakort frá Borgarleikhúsinu í sárabætur!