Þegar ég loka augunum og útiloka hljóðin úr næsta herbergi, þar sem strákarnir mínir þrír eru að horfa á Star Wars, heyri ég ljúfa tóna frá Pizzeríu Marco og Soniu... Það er laugardagskvöld og síðustu helgar hefur lifandi tónlist verið fastur liður á Campi (héðan í frá mun ég nota orðið Campi fyrir Pizzeriu Marco og Soniu, því hún er föst við íþróttavellina hér í Mandela og þar er líka bar... svo kalla allir þorpsbúar staðinn Campi)
Þegar Ingó var á spítalanum byrjaði ég að stunda það að skreppa á Campi klukkan 18.00. (þegar ég var ekki á spítalanum á þeim tíma) þar hittast þorpsbúar, fá sér ís eða bjór eða bara vatn og spjalla meðan börnin leika sér, annað hvort á íþróttavellinum eða á veitingastaðnum.
Hér sést Felix Helgi að leika sér á Campi
Hinrik Leonard að gæða sér á snakki á Campi, í bakgrunninum sést vinur okkar Antonio spila tennis.
Hinrik og Flaminia, 5 mánaða dóttir vina okkar á Campi!
Það er gott að geta farið á Campi, hitt vini og leyft krökkunum að leika saman.
Hér eru strákarnir mínir á heimleið af Campi.. klukkan orðin rúmlega 20.00 og myrkrið að skella á.
Við eigum orðið góða vini í þorpinu.
Búin að fara í tvö matarboð í vikunni fyrst hjá Antonio og Patriziu sem eiga börn á sama aldri og strákarnir mínir.
Svo fórum við í matarboð til Cinziu og Fabio, með tveimur öðrum fjölskyldum, Antonio og Patriziu og Lauru og Roberto og öllum börnunum.. hér eru nokkrar myndir:
Hér sést barnaborðið,
Felix, Hinrik, Verdiana, Benedetta, Alice og Claudio
Laura og Roberto og Fabio
Felix Helgi og Claudio í Wii
Flaminia er yngst af þremur börnum Lauru og Roberto
Antonio að pósa fyrir mig!
Patrizia sem engill... :)
Þegar klukkan sló tólf var dregin fram þessi dásamlega kaka sem lítur út eins og sikileyski pastarétturinn "pasta alla norma" En Patrizia og Cinzia baka kökur og eru með síðu á
Facebook Cosí fan torte
Hér sést loks í Cinziu sú ljóshærða hægra megin
Við komum ekki heim fyrr en eftir kl. 2, hér sést Ingó háma í sig köku en Antonio var orðin ansi þreyttur! Enda hittumst við á þriðjudagskvöldi.
Nú fara fjölskyldurnar hægt og rólega að fara í frí niður á strönd, svo koma allir aftur í ágúst og þá verður fjör í þorpinu.
Þorpshátíðin er í ágúst og þá verður mikið um að vera fyrir börnin.
Nóg í bili
Að lokum smá myndir af strákunum mínum í nýju buxunum sínum sem ég saumaði á þá í dag!
2 ummæli:
Þið eruð ótrúlega flott!!!
knús frá Flóró þar sem hitinn er ekki síðri.
Asdís
Gaman að lesa:) Sit með Skarphéðni mínum, morgunhana og krúttmeistara, í eldhúsi mömmu og pabba á Súganda. Hér er gróðurinn loksins að fá smá að drekka;) Litli unglingurinn minn hún Ágústa Sóley kúrir sig ofan í koddann og lífið er dásamlegt:) Bestu kveðjur til ykkar í kastalanum:)
Skrifa ummæli