laugardagur, júlí 23, 2005

Ekki lengur kalt á tánum!!

Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga síðustu daga.. fyrst var það kuldinn nú er það hitinn! Það er gott að vera í Reykjavík þessa dagana og segja gárungarnir að hitinn eigi að haldast út vikuna... vona það.. trúi því varla en vona það. Hinrik sefur í sófanum og á eftir þegar hann vaknar ætlum við út.. bara eitthvað út í sólina.. vildi óska þess að ég væri með garð.. gæti þá dúllast þar allan daginn.. það kemur að því..

Engin ummæli: