sunnudagur, maí 14, 2006

Lungnasýking og Silvía Nótt

Var búin að skrifa rosapóst um veikindin mín núna þessa dagana og hvursu erfitt er að hanga inni í góðu veðri en svo strokaði ég hann út. Ég er semsagt með lungnasýkingu, bronkítis ofl og ekki orð um það meir.

Ég ligg uppí rúmi og er búin að vera að hlæja að Eyþóri Arnalds og hans hrakförum.. greyið sjálfstæðistappinn!!

Svo fór ég að hlæja að Silvíu Nótt og hennar frægðarför.. ég er alveg að fíla hana en er viss um að hún kemst ekki áfram.. vildi samt óska þess aðallega útaf honum Gísla Magna vini mínum sem er í bakröddum hjá henni.

Ætla að leggjast í vídeógláp í kvöld og gleyma mér í einhverri ástarvellu. Mæli með myndinni Just like Heaven
yndisleg mynd fyrir konur og kalla....

Hinrik gaf mér loðin púða í mæðradagsgjöf ætla að kúra á honum og glápa á imbann.

Engin ummæli: