fimmtudagur, maí 25, 2006

Uppstigningardagur

jesú labbaði upp til himna í dag segir Hinrik minn. Hann liggur fyrir aftan mig í rúminu, ég er ekki enn búin að koma honum niður en eyddi með honum klukkutíma í rúminu í kvöld... hann er svo mikið næturdýr þessi elska eins og foreldrarnir. Svo er hann farin að sofa alltaf á milli Reykjavíkur og Njarðvíkur þannig að hann fer seinna að sofa. Depressionin er öll að víkja, komst að því að best er að hugsa jákvæðar hugsanir þá líður manni ekki eins illa, annars var þetta nú ekkert alvarlegt, heldur bara venjuleg niðursveifla enda ekki lítið búið að vera í gangi í lífi litlu fjölskyldunnar síðustu vikurnar og mánuði. Annars er lungnakvefið að lagast þó að hóstinn verði eflaust eitthvað áfram. Ég byrjaði aftur að vinna í gær og nóg að gera í vinnunni eins og venjulega.. næsti vetur verður mjög erfiður og vonandi verðum við komin með íbúð fljótlega í Hafnarfirði.. látið mig vita ef þið vitið um íbúð í Hfj.

Engin ummæli: