föstudagur, mars 23, 2007

Komin heim, loksins!

Sonurinn er komin, fæddist 15. mars klukkan 10:02, 3665 gr og 50 cm.


Hér sést Hinrik Leonard hitta litla bróður sinn í fyrsta skiptið, þar sem Lilli er aðeins 5 tíma gamall.
Á þriðja degi spítalavistar kom í ljós að innri saumur á keisaranum var saumaður með gölluðum saumi, og innyflin á frúnni voru eitthvað að kíkja út um skurðinn, brunað var aftur uppá skurðstofu og í þetta skiptið svæft. Hér er mynd af okkur mæðginum daginn sem ég var skorin upp í annað sinn.

Þessi mynd er tekin í dag. Ljósmæður deldar 22a kölluðu drenginn minn Dúkku! Hann væri svo fullkomin að hann væri eins og Baby Born.... hmmmmm

Hinrik Leonard tekur því mjög alvarlega að vera orðin stóri bróðir og í gær las hann fyrir litla bróður í fyrsta sinn!


Við komum svo heim í gær fimmtudag, sem betur er fékk ég ekki sýkingu þrátt fyrir að kviðarholið hafi verið opið í 3 daga.
Saumarnir voru teknir í dag og nú þarf ég bara að taka því rólega næstu vikur... er með það skriflegt að ég megi ekki setja í þvottavél eða uppþvottavél... sjáið þið það í anda!?


12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMGGGGGGGG....hann er æði, hann er forkunar fallegur. Hlakka svo til að koma í heimsókn til ykkar.hann er eitthvað svo fullorðins á þessari mynd.

Innilega til hamingju með hann.

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU með drenginn. Jamms þú verður bara að bíta í það súra epli að það er BANNAÐ að setja í þvottavél ;)
Knúsar til þín og strákanna.

Nafnlaus sagði...

Elsku Hildur mín.
Þeir eru dásamlegir drengirnir þínir.
Til hamingju til ykkar allra.
Kv.Gísli Magna.

Nafnlaus sagði...

Til lukku kæra vinkona, þeir eru aldeilis vel heppnaðir drengirnir þínir.

kv villi

imyndum sagði...

Tad for nu bara hrollur um mig ad lesa af mis vel saman saumudum maga. En mikid er hann fallegur nyji prinsinn, mikid ertu rik ad eiga svona fallega straka ;)
kossar Rosa

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Ohh... Krúsilíus... Ekkert smá sætur hann litli frændi. Þið eigið svo flotta stráka og núna tvo. Í guðanna bænum hafðu svo hægt um þig og slakaðu á. Og hananú..
Knús
Kata

Nafnlaus sagði...

Vá hvað hann er sætur, lilla pojken :) Til hamingju. Ég vona allt gengið ykkar mjög vel.
knús
Anna Sænska

BbulgroZ sagði...

Gratúlera hér líka, gríðar fallegt fólk : )
Sjáumst fljótlega.

Nafnlaus sagði...

Bestu hamingjuóskir frá gömlum og gráhærðum Túnfiski.
Matti

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litla prinsinn og mikið er gaman hvað stóri prinsinn er góður og umhyggjusamur. Hlakka til að sjá ykkur - er búin að skoða allar myndirnar á barnalandi - farðu vel með þig frænka mína og engin þrif! Kær kveðja, Margrét frænka

BbulgroZ sagði...

Hér tala allir um TVO falllega prinsa, og skilja svo aumingja Ingólf út undan!! Þetta er bara ekki sanngjarnt.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan dásamlega dreng Hildur mín. Þú ert nú meiri hetjan.
Bið að heilsa öllum prinsunum þremur.
Rósin