Ég snýst í hringi.. veit ekki alveg hvað ég á að gera... Hinrik er búin að vera í burtu í allan dag í sveitinni með afa sínum og ömmu og er á leiðinni í næturgistingu til þeirra... Lilli sefur á sófanum og Ingó er í útlöndum... ég er búin að taka til og er að þvo og laugardagskvöldið framundan... kannski ég fari barasta að prjóna!
Er í ruslatunnubardaga.. hvað er nú það kanntu að spyrja þig.. en ég bý í 18 íbúða húsi og því miður virðast sumir íbúar ekki vita hverju má henda í ruslaföturnar og hvað á að fara í gáma... ok blöð og flöskur enda stundum í ruslafötunni hjá besta fólki, en ekki í þessu magni, og alls ekki pappakassar, og hvað þá pappakassar sem ekki er búið að brjóta saman, svo er eins og að sumir hendi bara í fremstu tunnurnar þar til þær flæða yfir en labba ekki tvö skref áfram og henda í innstu tunnurnar sem eru allar tómar. Í skjóli nætur koma svo kettirnir og nýja fína öskutunnuhúsið er orðið eins og svínastía. Því miður eru útlendingar í meirihluta þeir sem ekki ganga vel um og er ég núna að skipuleggja fund í húsinu þar sem allir verða látnir vita hverju má henda og hverju ekki og vonandi verður túlkur líka á staðnum!
2 ummæli:
Þessir útlendingar : )
Mikið væri gott ef manneskja eins og þú ættir heima í mínu húsi, reyndar ekki nema 5 íbúðir en á jarðhæð eru annarsvegar grískur veitingastaður og hinsvegar ostabúð... ég held ég þurfi ekkert að fara nánar út í ruslamálin í sameigninni
Skrifa ummæli