þriðjudagur, maí 01, 2012

Sumarið komið og íslendingar fjölmenna í Kastalann

Það er búið að vera alveg hrikalega mikið að gera í Kastalanum síðustu daga, að ég hef barasta ekkert náð að blogga..
En nú ætla ég að skella mér í að segja svolítið frá!

Sumarið kom á föstudaginn var... 
með tilheyrandi hita og þægilegheitum!
Kastalinn er samt svalur og þægilegur og lofar góðu með sumarið!

Á laugardaginn fengum við langþráða samlanda í heimsókn, 
öll eru þau búsett í Róm og komu fyrir hádegi með fullan bíl og rútu (þau voru 6, 4 komu bílandi 2 komu með rútunni!) af mat á grillið!
Hér koma nokkrar myndir af þeim!

 Hér sjást frá vinstri, Ari, Hjalti, Geraldine og Ingibjörg
 Felix Helgi og Hinrik Leonard kynntust leyndardómum IPadsins,  sem Ingibjörg á og voru ótrúlega fljótir að læra á hann
 Guðrún, Eyjólfur og Valentina
 Eyjólfur, Valentina og Ingó
 Felix, Hjalti og Hinrik
 Ingibjörg og Willy en Geraldine kom og hitti íslendingana, dalmatíuhundarnir Dido og Ben fengu að bíða úti í bíl, en Willy fékk að koma og spjalla!
 Ari, Geraldine, Eyjólfur og Valentina
 Eftir matinn var tendraður eldur í grillinu, með sprekum úr skóginum, en Ingó var búin að klippa niður greinar sem brotnuðu í snjóunum miklu í vetur
Hér er Felix Helgi að taka sjálfsmynd, hann skildi eftir sig fullt af myndum, myndböndum og allavegana eitt frumsamið lag, í IPadnum hennar Ingibjargar.. sem hefur örugglega þurft svolítin tíma að flétta í gegnum nýja efnið!
Stal svo þessari síðustu mynd frá henni Valentínu, en hér sést kastalinn okkar vel aftanfrá og ég er eitthvað að rífa upp illgresi á grillsvæðinu!

Í gær var svo frí í skólanum, svokölluð ponte eða brú, þar sem 
1. maí er frídagur og lendir á þriðjudegi þá hafa ítalirnir brú á mánudeginum og voru allir skólar lokaðir og margar skrifstofur líka.

MacDonalds var opin og við leyfðum strákunum loksins að fara út að borða!

























Læt þetta nægja í bili, nóg annað að segja frá en geymi það í næsta blogg!

Engin ummæli: