Það er búið að rigna meira og minna í þrjár vikur hjá okkur,
Suma daga ekkert, aðra daga rosalega mikið...
Gott fyrir gróðurinn en hundleiðinlegt fyrir mannfólkið!
Hér eru fjórar myndir teknar út um eldhúsgluggann minn í morgun
Ef þið rýnið í gegnum trén þá sjáið þið skóla strákanna, hvít bygging.. sú appelsínugula er elliheimili fyrir alzheimersjúka.
Á þessum myndum sést vel hvað himininn var grár í morgun en núna skín sólin loksins og spáin segir að hitinn sé á leiðinni og fari alveg uppí næstum 30 gráður um helgina með heitum vindum frá Afríku...
Þygg það með þökkum!
Minni ykkur á Hin design bloggið mitt þar sem þarf að vera duglegur að klikka á auglýsingarnar..
þá fæ ég evrur í baukinn minn!
1 ummæli:
Gleðilegt sumar elskurnar mínar. Luv M
Skrifa ummæli