sunnudagur, apríl 08, 2012

Páskamessa

Ég varð fyrir miklum hughrifum í kvöld.
Við fjölskyldan fórum í fyrstu kaþólsku Páskamessuna okkar.  
Við mættum klukkan 22.30 fyrir framan kirkjuna okkar í þorpinu þar sem samankomnir voru flestir þorpsbúarnir.  
Búið var að hlaða upp bálkesti og allir fengu kerti.  
Strákarnir fóru báðir að leika sér með vinum sínum og meðan við biðum eftir að athöfnin byrjaði kom ung kona til okkar Ingólfs og spurði hvort annað hvort okkar væri til í að taka að sér smá hlutverk í messunni... við skoruðumst auðvitað alls ekki undan því og ég fór með konununni inn í kirkju og fékk að vita mitt hlutverk....  
á leiðinni út mætti ég Hinriki mínum í hvítum kirtli en hann sagði mér að hann væri líka búin að fá hlutverk!
Svo byrjaði athöfnin.  
Presturinn kom út og kveikt var í bálkestinum, presturinn; Don Cesar, blessaði svo bálið og kveikt var á öllum kertunum.. við gengum svo einn hring í kringum kirkjuna og þaðan inn.  það voru öll ljós slökkt.  Bara lýsing frá kertum okkar allra.. svo byrjaði messan... Don Cesar söng ævintýralega fallega við undirleik gítars... Preconio Pasquale.. söfnuðurinn söng með í viðlögum..  Hinrik sást hvergi.. ég sat á fremsta bekk en Ingólfur og Felix Helgi sátu aftarlega með Geraldine.  
Þegar klukkan var orðin 12.00 voru öll ljósin kveikt og altarið skreytt og inn kom þá loksins Hinrik minn ásamt fullt af krökkum með blóm sem skreyttu alla kirkjuna.  
Svo kom að mér.. ég gekk hægum skrefum að prestinum með bikarinn sem notaður var svo í altarisgönguna.. þetta var afskaplega falleg stund og ég söng og söng alla messuna.  
Felix Helgi svaf meirihlutan af henni í fanginu á pabba sínum.
Dásamlega hátíðleg stund,
Gleðilega páska!

Engin ummæli: