Pasta með kjötsósu,
sósan heitir Bolognese
á ítölsku en ég notaði ekki spaghetti í þetta skiptið, þessi sló í gegn í afmælinu hans Felix Helga og líka þegar Fanney, Krissi og Kristján Baldur komu til okkar... og ... auðvitað elska strákarnir mínar þennan rétt!
Efni:
Pasta (tagliatelle eru rosagóðar)
Nautahakk
Hvítvín eða rauðvín
Nautahakk
Hvítvín eða rauðvín
Tómatur í dós eða flösku
Hvítlaukur
Laukur
Gulrætur
Gulrætur
ólívuolía
balsamik edik
smá rjómaostur eða Philadelfia ostur (má sleppa)
Salt og pipar
Parmesan ostur
Aðferð:
Léttsteikið einn lauk (fínt skorin) , 3-4 hvítlauksrif og 1-2 gulrætur (fínt skornar) í olívuolíu,
setjið svo nautahakk á pönnuna og steikið vel. (Magnið af nautahakki fer eftir því hversu marga þið eruð með í mat!)
Þegar hakkið er vel steikt, hellið þá c.a. hálfu glasi af hvítvíni
(má vera rauðvín) yfir og látið sjóða meðan alkóhólið gufar upp.
setjið svo nautahakk á pönnuna og steikið vel. (Magnið af nautahakki fer eftir því hversu marga þið eruð með í mat!)
Þegar hakkið er vel steikt, hellið þá c.a. hálfu glasi af hvítvíni
(má vera rauðvín) yfir og látið sjóða meðan alkóhólið gufar upp.
Hellið svo tómat (úr dós eða flösku) yfir og kryddið með salti og pipar.
Hellið smá balsamic ediki í sósuna... bara c.a. rúmlega teskeið.
Skellið svo einn matskeið af rjómaosti eða Philadelfia osti í sósuna
og látið malla meðan þið sjóðið pastað.
Ítalir myndu láta sósuna malla í allavegana 1 og hálfan tíma en ég hef venjulega ekki tíma fyrir þannig lúxus! Læt malla meðan ég sýð pastað!
Ítalir myndu láta sósuna malla í allavegana 1 og hálfan tíma en ég hef venjulega ekki tíma fyrir þannig lúxus! Læt malla meðan ég sýð pastað!
Rífið svo vel af parmesan osti yfir og skreytið með basiliku!
Buon appetito!
Risotto con funghi
Hrísgrjón með sveppum
Efni:
Ítölsk grjón, riso arborio, fæst í Krónunni og Hagkaup og örugglega Fjarðarkaup og fleiri stöðum
Súputengingar, kjúklinga, sveppa og nauta.. annars máttu nota það sem þú átt og enn betra ef þú gerir sjálf/ur soð.
Ólífuolía
1. laukur
Sveppir
Hvítvín (má sleppa)
smjörklípa
parmesan ostur
Aðferð:
Risotto er réttur sem þú situr yfir... þú skreppur ekkert frá eldavélinni meðan hrísgrjónin eru að sjóðast...
heldur ert stöðugt að hræra:)
Þú byrjar á að láta 2-3 lítra af vatni í pott og
ca 4-6 teninga að eigin vali útí.
Svo steikirðu fínt skorin lauk og sveppi á stórri pönnu, ég nota venjulega flúðasveppi og stundum hef ég keypt frosna sveppablöndu sem er voðagott.. það er líka voðagott að nota þurrkaða Porcini sveppi ef þú kemst yfir slíkt góðgæti!
Þegar laukurinn og sveppirnir eru léttsteiktir,
hellirðu hrísgrjónum í pönnuna og hrærir vél,
fyrir 5 manna fjölskyldu er 1 pakki (500 gr) feikinóg.
Þú steikir hrísgrjónin í ca 1 mínútu og hrærir vel í og hellir svo hálfu glasi af hvítvíni yfir og lætur gufa upp.
Svo byrjarðu hægt og rólega að setja soð yfir hrísgrjónin og hræra reglulega í, lætur suðuna vera á fullu allan tíman og 2-4 ausur í einu... suðutíminn er uþb 20 minútur og þegar hrísgrjónin eru alveg að verða soðin seturðu klípu af smjöri útí og rífur parmesan yfir.
Best er að smakka hrísgrjónin reglulega í lokin því það gildir það sama með hrísgrjónin og pastað að það þarf að vera al dente..
alls ekki ofsoðið
Buon appetito!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli