fimmtudagur, apríl 19, 2012

Dónagrænmeti og daglegt líf

Ég rakst á þessa í dag, gat ekki annað en keypt hana, konan á kassanum hló feimnislega þegar hún renndi eggaldininu yfir skannann. 






Ingó borðaði hana svo í kvöldmatinn,

Tengingin okkar hefur verið afskaplega hæg síðustu dagana, við erum á fullu að reyna að finna almennilegt internet fyrirtæki en það er ekki auðvelt, þar sem helstu fyrirtækin eru ekki með þjónustu við svona lítil þorp eins og Mandela er.. við erum líka uppi á fjalli sem auðveldar ekki hlutina.

Annars bara allt ljúft að frétta og lífið heldur áfram, vorið er komið en það hafa verið miklar rigningar síðustu daga... það á nú að breytast um helgina og þá getur maður farið að drekka í sig D vítamínið aftur.

Ég verð á markaði að selja á sunnudaginn, í Róm... 
Meira um það síðar!

Engin ummæli: