mánudagur, apríl 02, 2012

Blessun

Þessir sætu strákar komu til okkar í dag,
Don Carlos, Don Haime og Don Cesar
Þeir eru prestarnir okkar hér í Mandela en 
þeir eru allir frá El Salvador, 
í dag 2. apríl gengu þeir um 
allt þorpið og heimsóttu íbúa og blessuðu heimilin. 
Þeir enduðu daginn hér í Kastalanum.  
Geraldine okkar bað okkur um að vera hjá sér þar sem hún á ekki aðra fjölskyldu og við fórum með bæn með henni og prestunum áður en við gæddum okkur á gæða víni og íslenskum reyktum laxi með majones-sítrónu-hunangs-basilikum sósu og kexi.
Prestarnir okkar eru hrikalega skemmtilegir, 
með mikin húmor og góða nærveru!  
Við ætlum að mæta í kvöldmessu á laugardagskvöldið 
sem byrjar með kyndilgöngu um þorpið.  
Þeir vilja endilega fá Ingólf til að vinna með sér að 
leikstjórnun og mig í kórinn!!  
Og undirstungu svo Hinrik með að læra á orgelið, það vantar nefninlega undirleikara og eins og er er bara spilað á gítar í kirkjunni!
Þeir eru þrælvirkir á netinu
og líka á Facebook
Mér þykir vænt um þessar hefðir.

Engin ummæli: