sunnudagur, maí 20, 2012

Madonnan í Mandela


Kirkjan í litla þorpinu okkar er mikilvæg,
hún skipuleggur mikið félagslíf hér í bænum 
og við höfum verið dugleg að taka þátt.
Eins og ég hef sagt frá áður hér á blogginu þá eru hér þrír yndislegir prestar frá El Salvador. 
Þeir eru ungir og hressir og virkir á Internetinu.  
Don Cesar er vinur minn á facebook 
og ég er í facebook grúbbu kirkjunnar.
Í lok apríl kom stytta af Madonnu til bæjarins með pompi og prakt,
hér eru nokkra myndir en styttan var kynnt og blessuð í bak og fyrir hér á litla torginu fyrir framan kastalann.






Hinrik Leonard var beðin um að klæða sig í hvítan búning og hann fylgdi styttunni uppí þorp þar sem hún var í tvær vikur.. haldið var áfram að blessa hana fram og tilbaka!


Á sunnudaginn var fórum við svo uppí fjöll og sóttum messu undir beru lofti, og þar var Madonnu styttan hvít og fögur.. svo var henni komið fyrir á sínum stað uppí fjalli þar sem hún horfir yfir Mandela.
Eftir messu var svo pikknikk..

Hér sjást strákarnir mínir fylgjast með messunni.

 Hér sést Madonnan í messunni

Við sátum hjá þessum heiðurskonum, karlarnir stóðu og borðuðu!

Hér sjást Hinrik og Felix vera að bjóða öllum bæjarbúum skúffukökumöffins.

Hér erum við á heimleið, það var farið að þykkna mikið upp en það var ákaflega heitt á sunnudaginn.

Mandela og Kastalinn okkar.


 Hér sést svo Madonnan í hlíðinni, uppi á toppi á hæð.  Þessar myndir eru teknar út um eldhúsgluggann..

Annars heldur lífið áfram sinn vanagang... með endalausum óvæntum uppákomum.
Fallegu drengirnir mínir standa sig afskaplega vel í skólanum báðir tveir.  Felix Helga gengur vel að læra ítölskuna og er búin að eignast vini í leikskólanum og lærir þar yndislegar setningar sem skemmta okkur foreldrunum!
Hinrik er ótrúlega duglegur að læra, mest áhersla er lögð á ítölskuna og stærðfræði en ítalskir skólar eru ári á undan í stærðfræði.
Skólinn fer svo í sumarfrí 9 júní.

Hér eru að lokum myndir sem teknar voru í dag.  Ingó fór með strákana að leika niðri á fótboltavelli, þar var að fara í gang leikur og það vantaði svo markvörð... Hinrik var beðin um að taka þátt og gerði hann það með glæsibrag!  Varði hetjulega og fékk bara á sig eitt mark sem var óverjandi!

Engin ummæli: