föstudagur, júní 15, 2012

Bæjarstjóri í bleiku

Í dag kláraði Felix Helgi miðstigið í leikskólanum,
að því tilefni var veisla í skólanum,
elsta stigið var útskrifað,
en fyrst var danssýning..
Felix Helgi var búin að vara mig við,
"þetta er svolítið skrítið" sagði hann
Látum myndirnar tala:

Börnin komu inn í þremur röðum,
elst,
mið,
litlu
 og svo byrjaði dansinn:
 Svo bættust leikmunirnir við, hattur og sproti


 Eftir dansinn fengu mæðurnar blóm frá börnunum sínum.
 Svo kom að ræðunum,
fyrst var það skólastjórinn,
svo kom bæjarstjórinn, í bleiku:
 hann talaði um mikilvægi skólans í Mandela, og hversu mikið bærinn þjáist af fjárskorti og að hann sé að vinna að hinu og þessu til að afla fjár..
ég hlustaði með öðru eyranu, aðallega vegna þess hvursu ítalir eru ótrúlega háværir, hef sagt það áður hér á þessu bloggi og það eru ekki bara börnin sem eru hávær...
kennarar og foreldrar og ömmur og afar...
þeim liggur hátt rómur!
En svo talaði Bæjarstjórinn um okkur,
hvursu mikilvægt það var að fá "gl'islandesi" íslendingana til Mandela,
hvað það hefði verið nauðsynlegt að fá ný börn í skólann,
og hve glaður hann væri að við skildum hafa valið þetta þorp!
Gaman að því!

Að lokum var listasýning og veitingar!

Engin ummæli: