þriðjudagur, maí 31, 2005

Ef ég ætti 2!!

Það er hunderfitt þegar barnið manns veikist! Nú er Hinrik veikur og Ingólfur á fullu að leikstýra... sem verður til þess að flækja líf manns all illilega.. Mamma reddaði okkur í dag og kom kl 13 en á morgun þarf ég að fara að vinna í búðinni minni og Ingólfur verður að fara að leikstýra og mamma upptekin... erum svo bæði á fundi í óperunni á miðvikudagsmorgun.. hvað gerir maður í svona stöðu.. það er hunderfitt að fá pössun með stuttum fyrirvara og mér finnst svo erfitt að vera ekki í vinnunni.. það er ekki eins og maður geti unnið eitthvað heima með lítin lasin kall.. Svo er það nú bara þannig að þegar barnið manns er svona lasið og lítið í sér þá vill maður ekki koma honum fyrir hvar sem er.. verð að segja að ég á erfitt að láta hann frá mér nema bara til mömmu eða einhvers í nánustu fjölskyldu okkar Ingó.. sem er náttúrulega rangt.. en hvað veit maður í dag.. hmm. Farin að kvíða sumafríinu í leikskólanum. Mánuður í púsli.. veit einhver um góða stelpu í 101?? Eins gott að við eigum ekki tvö börn!

Engin ummæli: