sunnudagur, maí 22, 2005

Roma mi manchi giá

Komin heim með gleði í hjarta. Það á svei mér þá barasta vel við mig að vera fararstjóri og get ég sagt að hópurinn minn var langbestur í innkaupum þar sem ég gat leitt þau í réttar búðir og var svei mér þá alveg sama á hvaða aldri fólkið var öll versluðu þau vel! Roma hefur breyst mikið en er enn heimaborg mín. Mikið er komið að innflytjendum og fannst mér það miður hvað Piazza Vittorio er búin að breytast í kínahverfi og hvað Porta Portese markaðurinn líkist markaðstorgi í Marokkó ekki í Róm. En nóg um það. Það var mikill hiti og auðvitað náði ég mér í smá lit sem var nú barasta jákvætt. Lærði mikið af Rómar leiðsögumönnunum og vona að mér verði aftur boðin svona vinna, mun hlaupa á hana. Því þó þetta hafi verið mikil vinna, lítið um svefn og mikið labb þá kem ég endurnærð heim með gleði í hjarta og bros á vör.

Engin ummæli: