þriðjudagur, maí 10, 2005

Það styttist...

í Rómarferðina. Fer út á fimmtudagsmorgun kl. 8 og fer í gönguferð um Róm á föstudag í 5 tíma. Fer svo í Vatíkanið á laugardag og til Tivoli á þriðjudag. Mun svo vera á fullu þess á milli að drekka í mig anda og menningu fyrrum heimaborgar minnar. Er ekki búin að hafa samband við nema einn vin. Ætla ekkert að vera að búa til stress að hitta alla. Fer kannski í heimsókn ef ég hef tíma. Hótelið mitt er í heimahverfi mínu svo ég þekki vel umhverfið. Vonandi gengur allt vel og ég kem endurnærð heim.... bohh. Mun sennilega ekkert blogga fyrr en ég kem heim svo ég segi bara góðar stundir.

Engin ummæli: