miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Hvað er í gangi...

Það byrjaði með digital myndavélinni.. hún er biluð og enn að bíða þess að komast í viðgerð.. svo var það þvottavélin í fyrradag.. dauð... ónýt.. verð að kaupa nýja og hef ekki efni á því... grrr... svo í dag.. síminn.. en held það sé reyndar línan frá Ogvodafone.. sem by the way endurgreiddu okkur 10.000 kall í gær vegna þess að við erum búin að greiða af aukanúmeri í marga mánuði sem við eigum ekki, höfum aldrei átt og kom aldrei fram á neinum reikningum!!! Það er svo margt í gangi.. hef verið að vinna mikið síðustu vikur.. óperan komin á fullt og ég að lita heilmikið voðagaman og svo búðin alltaf nóg að gera og ég frekar ánægð með það eyði öllum kvöldum í sauma.. hitti Ingó um miðnætti og fer að sofa kl 3.. ekki nógu gott vonandi fer að komast regla á mig og vinnuna mína með skammdeginu.

Engin ummæli: