sunnudagur, ágúst 07, 2005

Kabarett, Pjúra og brúðkaup.

Það er sunnudagur og veðrið úti virðist nokkuð haustlegt. Ég neita samt að trúa að sumarið sé búið! Ég er enn í fríi í óperunni. Það er búið að vera mikið að gera í búðinni og ég hef mikið verið að vinna þar þar sem stúlkurnar hafa verið mikið í fríi. Ég er komin með nýja línu af pilsum og er það gaman hvað þau rjúka út. Vonandi gengur mér vel að sauma í vikunni þar sem það er mikil forvinna við pilsin. Ég lita þau og mála og sauma svo. Fór á frumsýningu á Kabarett á fimmtudaginn og mæli óhikað með þeirri sýningu. Mjög proffessional söngleikur, snertir mann djúpt og Felix er yndislegur.. fékk flassbakk í Greyfana svei mér þá þegar hann söng svo fallegt lag. Hef ekki verið mikill aðdáandi Þórunnar en hún var helvíti góð í þessari sýningu. Auðunn Þór litli frændi minn gifti sig í gær og var það yndislegt brúðkaup! Hápunktar veislunnar voru 2. Stebbi Hilmars kom og söng 5 lög og svo slógum við systkynini í gegn með skemmtiatriði sem var improviserað á staðnum og var ég svo glöð að því loknu að við skildum gera þetta fyrir litla frænda!

Engin ummæli: