fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Menningarnótt

Bréf sem fór til þeirra sem eru á póstlista pjúru....


Sælar dömur.

Laugardaginn 20. ágúst er Pjúra menning í Ingólfsstræti 8. Við opnum klukkan 12 og
opið verður eitthvað fram eftir kveldi.

Pjúra og Frú Fiðrildi styðja menninguna í miðbænum og af því tilefni ætlar MoR
(Margrét Eir og Róbert bassaleikari) að syngja nokkur vel valin Duran Duran lög
fyrir framan verslanirnar klukkan 14 og 16 þennan sama dag.

Pjúrur eru nú komnar aftur við sníða og saumaborðið eftir sumarfríið með höfuðin
stútfull af nýjum hugmyndum og eru nýjar og spennandi vörur væntanlegar í búðina á
næstu dögum og vikum. Einnig eru nýjar myndir á blogginu og myndir af nýjum vörum
verða settar á bloggið eftir því sem þær berast.

Við hlökkum til að sjá ykkur í Pjúru


Pjúra íslensk hönnun
Ingólfsstræti 8
101 Reykjavík

http://www.blog.central.is/pjura

Elín A. Gunnarsdóttir - elina
Hildur Hinriksdóttir - HiN
Íris Eggertsdóttir - Krúsilíus
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - Kow

Engin ummæli: