mánudagur, ágúst 15, 2005

Veislustjórn

Margrét Ben vinkona gifti sig á laugardaginn honum Pétri sínum. Ég var veislustjóri. Í fyrsta skipti sem ég tek svoleiðis að mér og svei mér þá mér gekk barasta rosalega vel! Þetta var flott brúðkaup í fallegum sal og fegurðin skein af brúðurinni! Margrét Eir kom og söng 2 lög fyrir þau að minni ósk og var alveg stórkostleg. Ræður voru fluttar og málverk framið af veislugestum til brúðhjóna, gullkorn skrifuð á blað, ofsagóður matur og svo var stiginn dans fram eftir nóttu. Við hjónin komum heim glöð og þreytt klukkan 2.30.

Nú er Einara systir Ingó farin til Svíþjóðar með börn og buru. Við náðum að hitta hana og dæturnar hjá Tengdó í gær og var það voðagott fyrir Hinrik. Hann er á "besta vinar" tímabilinu, allir eru bestu vinir hans til skiptis, Írena Björt, Breki Þór, Andri Þór á leikskólanum, afi Kiddi, afi Hinrik osfrv.. hann spurði Pabba sinn í gær hvort mamma væri besti vinur hans og auðvitað svaraði Ingó með jái!

Óperan bíður, byrja að vinna í dag og hlakka bara til.

Engin ummæli: