miðvikudagur, júní 27, 2012

Sumar

Það er komið sumar í Mandela, hitastigið rokkar rólega í kringum 30 gráðurnar, en það leikur um okkur rólegur vindur endrum og eins sem kælir okkur, kælir er kanski of sterkt orð... 
en þið vitið hvað ég meina.
Síðustu dagar hafa verið óvenjulegir,
eiginmaðurinn á Spítala í Tivoli og strákarnir nýkomnir í frí.
Tivoli er í 18 km fjarlægð frá Mandela, ég hætti að telja ferðirnar þegar ég var komin uppí 10... undir brennandi sólinni með alla glugga opna kílómetra eftir kílómetra.
Tissjú á stýrinu til að brenna mig ekki.
En það ævintýri er búið, vonandi ekki í bili, heldur alveg!
Takturinn í þorpinu hefur breyst, þegar júlí kemur á ég von á að fólk hverfi, niður á strönd.
Núna gengur lífið út á að hafa ofan fyrir börnunum,
klukkan 18 safnast mömmur og pabbar saman með börnin sín niður á íþróttavöll.  
Þar er Pizzeria Marco og Soniu sem er líka bar.  
Á meðan börnin ærslast í boltaleikjum sitja 
foreldrarnir með bjór eða ís og spjalla.
Ég er búin að fara tvisvar með strákana,
Hinrik segir "Mamma, má ég fá 
...vatn, ís, kók, snakk, nammi...?"
Felix Helgi segir "Mamma ég fékk mér ...vatn, ís, kók, snakk, nammi... þú borgar bara á eftir!"
Þeir eru svo skemmtilega ólíkir þessir strákar mínir.
Ég finn hvernig hitinn laumast í blóðið á mér og ég verð löt.
Hugsa mér ekki til hreyfings fyrr en eftir kl 17 á daginn, en verð að fara að nota morgnana betur í að sauma.
Hef ekkert skapað í 10 daga og finn hvað það á illa við mig,
nú fer ég að koma mér af stað... það kemur að því!

1 ummæli:

Heiða sagði...

það eru forréttindi að fá að búa á stað þar sem er yfir 30 stiga hiti að staðaldri. ég verð bara að fara að hugsa mér til hreyfings frá landinu þar sem heitasti dagurinn er rétt svo volgur.