Þær eru komnar,
pínulitlar, hraðar og grimmar
Zanzare:
Moskító
Við erum búin að byrgja okkur inni í kastalanum.
Komið flugnanet í alla glugga
En þær bíta þegar við förum út.
Það er samt eins og að blóðið mitt hafi náð að mynda eitthvað móteitur, finnst bitin ekki eins slæm og í fyrra...
og þvílíkur munur að hafa netið!
Fórum í 4 ára afmæli á laugardaginn, þar var ég bitin.
Fórum fyrst í yndislegt íslendingaboð til Gunnu og Ara í Róm þar sem 20 Frónverjar glöddust saman..
ætlum að halda uppá 17. júní í Villa Borghese garðinum á sunnudaginn.
Vona að ég verði ekki bitin þar!
Hér er svo að lokum fjallakjóllinn sem ég var að klára!
3 ummæli:
Óskaplega fallegur þessi kjóll. Ég er byrjuð á bréfi.
Takk Kata mín, mátt sko alveg taka þinn tíma... átt það inni hjá mér:) Kjóllinn fer til Íslands á fimmtudaginn... hlakka til að sjá eigandann í honum!
Yndislega fallegur kjóll, ég get hreinlega séð hvað hann er mjúkur og hlýr. Flott sídd. Bíð spennt eftir að sjá eigandann í honum. luv m
Skrifa ummæli