Ég og Felix Helgi erum ein í kotinu þessa dagana... og það er engin lognmolla hjá okkur.. enda er "Agosto Mandelese" "Mandalískur Ágúst í fullum gangi.
Við eyðum miklum tíma niðri á Campi með vinum okkar, hér að ofan eru það Laura og Flaminia.
Felix Helgi sjóræningi!
Hlegið á Campi, Marisa, Antonio og Silvano
Yndislegu vinkonur mínar, Cinzia, Patrizia og Laura með Flaminiu
Leiðinlegur fylgikvilli sumarsins á Ítalíu eru skógareldar, í síðustu viku geysuðu þeir hér allt í kring, 6 einstaklingar voru handteknir fyrir íkveikju. Engin skilur ástæðu þessara íkveikju en það er ofboðslega þurrt..
Út um eldhúsgluggann
Út um svefnherbergisgluggann
Felix Helgi tilbúin í sund!
Roberta nýkomin úr sundi
Roberta, Antonio og Felix
Flotta sumarlaugin okkar í Mandela,
Felix og Claudio
Roberta nýbúin að borða skúffuköku!
Ágústleikarnir í Mandela eru mikil skemmtun fyrir börnin, liðin eru fjögur og Felix Helgi er í gul/græna liðinu
Á laugardögum borðum við á aðaltorginu í Mandela.
Ég og Patrizia vinkona á torginu
La pupazza sem kom til okkar og dansaði á torginu,
svo var hún brennd!
Stund milli stríða, Felix og Madonna að knúsast
Felix Helgi í sundlaugargarðinum Hydromania,
Fórum þangað í gær með Guðrúnu og Didda vinum okkar,
það var alveg hrikalega gaman og ekki skemmdi að skýjað var og ekki eins heitt og dagana þar á undan
Eins og sést þá væsir ekki um okkur mæðginin,
hver dagur ber ný ævintýri og á morgun er frídagur "Ferragosto"
þá verður vatnsstríð í þorpinu.
Felix er komin með risastóra nýja vatnsbyssu til í slaginn.
En mikið afskaplega söknum við Ingó og Hinriks!
2 ummæli:
Takk Hildur mín, gaman að fá að fylgjast aðeins með þér :)
Takk Frú Bartolotti:) en.. hver er Frú Bartolotti?
Skrifa ummæli