miðvikudagur, mars 30, 2005

kríla ofl.

Getum ekki komið okkur saman um nafn...
opnum 16. apríl...
hér eru nokkrar hugmyndir frá mér.

Nostra: vinna hægt en með vandvirkni, fægja, vinna með alúð, snotra til.

Snotra: 1. Ryksópur, húsasnotra
2. snyrta, fága, lagfæra- fræða, vitka.

Bíslag.. er nafnið sem þú varst að leyta eftir Íris held ég.... viðbygging úr timbri framan við útidyr,fyrir útiflíkur ofl.

og svo tók ég þetta af netinu og sting uppá
Kríla

Úr þættinum íslenskt mál 18 desember 2004.

Ég spurði síðast um sögnina að slyngja sem heimildarmaður ræddi um við mig nýlega. Hún er notuð um að brydda leppa í skó og hafði heimildarmaður þetta frá móður sinni sem bjó í Flatey á Skjálfanda. Enginn hefur haft samband við mig um þetta orð en um það eigum við fáein dæmi. Í Iðnsögu Íslendinga, sem gefin var út 1943, stendur eftirfarandi: ,,Gömlu konurnar kunnu meðal annars að stíma, kríla og slyngja; voru þetta mismunandi aðferðir til að flétta örmjó bönd, t.d. til bryddinga." Af þessu má ef til vill draga þá ályktun að aðferðin, eða í raun allar þrjár aðferðirnar, sem nefndar eru, hafi þegar verið orðnar sjaldgæfar. Nú þætti mér afar fróðlegt að frétta hvort einhverjar konur kunni enn að slyngja, stíma eða kríla.


Hvað finnst ykkur??

Engin ummæli: