föstudagur, mars 11, 2005

Verslun nafn óskast!

Helgin að koma og ég líklegast að fara að stofna fyrirtæki með 3 öðrum konum. Fataverslun með íslenskri hönnun. Voðaspennó leyfi ykkur að fylgjast með. Erum komnar með húsnæði í Ingólfsstrætinu og förum að standsetja á næstu vikum! Finnst ykkur það ekki spennandi? Hinrik var hjá Jónínu í gærkveldi og sofnaði svo niðri. Hún er svo góð við hann. Við ætlum svo að vera með Idol partý í kvöld feðginin, kaupa snakk og nammi! Svo segir Hinrik allavegana! Ingólfur komin til spánar og byrjaður að sitja fyrirlestra. Sólin skín og ég hlakka til á laugardaginn þegar við lokum Toscu. Þurfti að bregða mér á svið á sýningu í gær og sópa upp glerbrot. Þreytti sem sagt frumraun mína á sviði Íslensku óperunnar og gekk svona líka mætavel.
Góða helgi elskurnar!

Engin ummæli: