þriðjudagur, mars 29, 2005

Sniðið ..að þér!

Páskarnir búinir og komin aftur til vinnu.
Æfingar á Lo Speziale, samstarfsverkefni óperunnar og listaháskóla íslands hefjast í kvöld.
Leikstjóri Ingólfur Níels Árnason.
Frumsýning 29. apríl.
Það verður spennandi verkefni.

Kem hálf dösuð undan þessum Páskum. Búin að vaka alltof lengi á kvöldin. Horfði á The Italian Job í gærkveldi helv. góð mynd!

Fer á fund í kvöld út af búðinni opnum sennilega eftir 2 vikur! Ætla að stinga uppá nafninu
Sniðið
..að þér
finnst það flott nafn. Er búin að vera að gera prótótípur af barnafötum, saumaði flottar buxur á Hinrik og aðrar á Elías Hrafn.

Fer í 90 min. lúxusnudd á eftir. Ingólfur gaf mér það í afmælisgjöf. Hlakka mikið til að slaka á. Þarf bara að ná að klára fullt í vinnunni þangað til.

Eigið góða vinnuviku.

Engin ummæli: