Ég fer út á svalirnar mínar nokkrum sinnum á dag,
ég á þær ekki strákarnir:)
Ég fer þangað til að fá mér "ferskt" loft.
Við búum á 5 hæð, og þó gatan okkar sé mjög róleg
er þokkaleg rútína í fólkinu sem um hana fer.
Það er lögreglustöð ská á móti okkur!
Við endan á götunni minni er lítil hverfisverslun,
hún hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni í 82 ár,
í sama húsnæði.. fyrst langafinn, svo afinn,
svo pabbinn, sem rekur hana núna,
synirnir gera annað...
þeir eru tveir ekki víst hvort þeir taki við búðinni...
Ég halla mér alltaf fram af brúninni og horfi niður, á morgnana sé ég þegar pósturinn kemur, og fylgist með því þegar veitingastaðurinn opnar, það er svalt á svölunum á morgnanna,
svo kemur hádegissólin og þá stoppa ég stutt...
nóg samt til að fylgjast með sígaununum þeir koma snyrtilegir með rúllukerru á eftir sér... stoppa við ruslatunnurnar, kíkja ofaní
og ef eitthvað merkilegt sést draga þeir upp vírherðatré sem búið er að beygja í krók með löngu skafti og með því draga þeir ruslið uppúr tunnunum... og halda svo áfram,
um kvöldmatarleitið er komin góður skuggi á svalirnar mínar, þá fer fólkið að tínast á veitingastaðinn og hlátrasköllinn berast upp götuna.
Um miðnætti fara leðurblökurnar á stjá, fljúga hér á milli húsanna, svo stórfenglega fallegar og framandi! Hef ekkert verið að segja strákunum frá þeim, gætu orðið hræddir.. ég á blökurnar svolítið fyrir mig!
Um miðnætti kemur líka indverski kokkurinn með fulla tunnu af rusli:)
Ég elska svalirnar mínar!
1 ummæli:
Yndislegt að fylgjast með ykkur..
Lov u
Skrifa ummæli