laugardagur, mars 31, 2012

Það er laugardagskvöld í Kastalanum,  strákarnir liggja allir þrír uppi í rúmi að horfa á mynd og ég var að klára að vaska upp eftir dásamlegan kvöldmat... pasta með kjötsósu.. uppskrift í næsta bloggi!

Það eru alveg að koma páskar, og strákarnir verða í löngu páskafríi, vetrarfríið splæsist aftaná páskana þannig að þeir byrja ekki aftur í skólanum fyrr en 16. apríl.. byrja 5. apríl.
Hér sjást þeir með páskaeggin sín,  Felix Helgi með Spiderman egg og Hinrik Leonard með Simpsons.  Eggin eru úr súkkulaði en inní þeim eru gjafir.. ekki nammi.  Verður spennó að sjá hvað kemur úr þeim á páskadag...
Hér sjást eggin bíða þolinmóð eftir páskadegi, ofaná skápnum mínum í vinnuherberginu sem er loksins að verða tilbúið.. búin að hafa gaman að því að föndra á veggina.. hér eru nokkrar myndir úr vinnuherberginu:









Það er svo sannarlega komið vor og nú bíðum við eftir skordýrunum, heyrði í leðurblöku áðan og hittum þennan í gær þegar Eline vinkona okkar og nágranni kom í heimsókn með gest:



RISASTÓR engisspretta!!
Hún reyndi eins og hún gat að hoppa úr plastboxinu og við slepptum henni svo út um gluggann!

Enda á einni vormynd úr kastalagarðinum


Sæta Fanney frænka mín:*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sköpunargleðin í botni og vinnuherbergið orðið að ævintýralandi :-) Flottar myndir og flott páskaegg. luv M

Hildurina sagði...

Takk M. get sko treyst á að þú kommentir:* Sakna þín!