Það er komin tími til að byrja aftur... 
bloggið fékk smá pásu... 
allt í einu voru allir kominir á fésbókina og bloggið féll í smá dá.  
En ég finn þörf til að blogga aftur.  
Skrifa eitthvað meira en 140 slög.. 
þið skiljið hvað ég meina!?
Það er sunnudagur og skrítið veður í Mandela.  
Í morgun var 31 stiga hiti og sól.  
Fyrir klukkutíma fóru að heyrast þrumur og eldingar 
og núna eru þær komnar nær.. 
en ekki er enn byrjað að rigna.  
Við ætluðum á Campi.. 
sjáum hvort sólin nái að brjótast fram svo við komumst út.
Sumarklipping strákanna minna tókst bara vel! 
Á morgun hefst svo ný vinnuvika fyrir Ingó minn.
Ég er á fullu að endurskipuleggja vinnuaðstöðuna mína 
svo ég geti byrjað að skapa.
Sendi þrjár hyrnur til Íslands með Erlu Guðnýju sem kom í heimsókn í síðustu viku.
Þær eru til sölu á tilboði á 8000 krónur.
Og núna rignir og rignir.. 
þrumurnar og eldingarnar eru ansi háværar, 
truflanir komnar í sjónvarpið.. 
nóg í bili.. 
Túrílúúú

 


 

3 ummæli:
Gaman að heyra frá þér. :)
Takk Kata mín.. ætla að reyna að vera dugleg núna!
Gaman að lesa..ég er líklega eina manneskjan frá New Delhi sem kemur í heimsókn til þín hingað :) sx
Skrifa ummæli