þriðjudagur, júlí 09, 2013

Vinnuaðstaðan tekin í gegn


 Þessir dúllurassar ætla að lúlla hjá mömmu sinni í nótt,
Eiginmaðurinn að vinna í Róm og við með kósíkvöld í kastalanum á meðan.  Náði þessari yndislegu mynd af þeim rétt áður en þeir fóru að rífast um það hver ætti að vera í miðjunni!


Ég er draslari... 
safna að mér alls kyns dóti.. 
sem verður að hrúgum út um allt.
Nú er lengi búið að standa til að taka til í vinnuaðstöðunni!
Það varð að veruleika í gær. 



og nú er ég búin að setja allt í merkta kassa...
taka saman allar perlur, föndurdót, lím, pappír, efni og garn og raða afskaplega skipulega í skókassa og plastkassa og pappakassa....
Allt á sínum stað

Ég verð að viðurkenna að ég sæki inspirasion í óreiðuna mína..
reyni að nýta galla mína í jákvæða hluti.

Hef alltaf verið svolítil Pollíanna... og þá er best að enda á því að blessa elsku rigninguna og þrumurnar og eldingarnar sem gáfu mér tíma til að taka til!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að virkja orkuna þína í flokkun og tiltekt ... og blogg ... ég er alltaf á leiðinni í flokkun í bílskúrnum ... hann er einfaldlega fullur af óflokkuðu dóti ... ég nýti hann fyrir gróðurvörur af öllu tagi. Núna eru blómapottar bókstaflega útum allt ... Fór niður í kjallara í dag og náði meira :-)

Hildurina sagði...

Takk M.. þessi rigning er alveg að fara með okkur hér.. en sem betur fer gaf hún mér orku líka! Skúrinn fer ekki neitt... allt hefur sinn tíma!