Nú í janúar er búin að rúlla auglýsing frá Tim, símafyrirtæki hér á Ítalíu. Pabbinn kemur labbandi inn á heimili dóttur sinnar með jólasveinahúfu og fangið fullt af pökkum. Dóttir hans og meðleigendur taka vel á móti honum en benda honum svo á að jólin séu löngu liðin. Hann verður svekktur og segir
"Ég var búin að segja ykkur að leyfa mér ekki að drekka á aðfangadagskvöld.. ég verð svo sifjaður"
Finnst þessi auglýsing lýsa vel hvernig litið er á drykkju á Ítalíu.. og þeim mikla muni sem er á drykkjarmenningu Íslands og Ítalíu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli