Í gær birtist grein á nýja vefmiðlinu, gaflari.is um
daglegt líf okkar hér í Róm.
Ég birti hana hér aftur með fleiri myndum.
Lífið í Róm
Ólíkt því daglega lífi sem við fjölskyldan áttum að venjast í Hafnarfirði
Við búum í hjarta Rómar, í Trastevere
hverfinu sem einkennist af þröngum götum, litlum verslunum, ótal
veitingastöðum, börum og kaffihúsum og endalausu lífi frá morgni til
kvölds. Við ferðumst mest fótgangandi eða á hjóli. Ingó,maðurinn minn,
keyrir um með strákana okkar á dönsku Kristjaníuhjóli með stóru boxi
framan á sem þeir geta setið í og öðru hvoru hef ég fengið far með
honum.
Við vöknum klukkan sjö á morgnana og þá er sólin að koma upp. Strákarnir eru í sitt hvorum skólanum, Hinrik sem er á 12. ári er í 1. bekk í miðskóla (6. bekkur á Íslandi) og Felix sem er 6 ára er í 1. bekk. Hinrik er í skólanum frá 8.00 – 14.00, þá kemur hann heim og lærir það sem eftir er dagsins. Felix er hins vegar allan daginn í skólanum kemur heim rúmlega 16.00 og þarf ekkert að læra heima nema um helgar. Það er allt annar taktur í ítölskum skólum en þeim íslensku. Mikil áhersla er lögð á stærðfræði og ítölsku (málfræði, bókmenntir, osfrv.) Hinrik er í tækniteiknun, listasögu og íþróttirnar eru einu sinni í viku. Frímínútur eru fáar og allar inni í kennslustofunni. Stærðfræðin sem Hinrik er að læra núna er kennd heima í 10. bekk og fyrstu áföngum framhaldsskólanna.
Í ítölskum skólum er mikil virðing borin fyrir kennurunum, Felix er með “Maestrur” en þegar komið er í miðskóla byrja krakkarnir að þéra kennarana og kalla þá “Professori”. Munnleg próf eru vikulega í skólunum og krakkarnir læra strax að standa upp og svara spurningum fyrir framan alla.
Skólarnir eru algerlega lokaðir, það getur enginn valsað um gangana nema með leyfi og við foreldrarnir komum aldrei inn fyrir skólahliðið nema þegar það er opið hús. Það er alltaf viss athöfn þegar Felix er sóttur í skólann. Kennarinn hleypir honum ekki út nema hann sjái foreldrið sem er að sækja. Íslensk vinkona okkar hafði á orði að það væri eins og hún væri stödd í réttunum þegar við vorum að ná í Felix! Hinrik má koma og fara sjálfur í skólann, en enginn má koma inn í bygginguna á skólatíma. Það er hins vegar alveg ógerlegt fyrir hann að labba einn heim með töskuna sína, því hún er svo þung. Allir krakkarnir eru með bakpoka á hjólum sem hægt er að draga á eftir sér, bækurnar eru ótalmargar og þungar.
Sumarfríð er langt og gott í ítölskum skólum. Frá annarri vikunni í júní til annarrar viku í september. Fullir þrír mánuðir. Leikskólar loka á sama tíma og spila ömmur og afar stórt hlutverk í uppeldi barnanna ef báðir foreldrar vinna úti. Við njótum þess á sumrin að skella okkur á ströndina en það tekur okkur aðeins hálftíma að komast í sjóinn með lest.
Í Róm búa u.þ.b. 25 Íslendingar. Við reynum að hittast eins og við getum og við erum um átta konur sem hittumst einu sinni í mánuði í íslenskum saumaklúbbi.
Við erum svo heppin að búa í sama húsi og við vinnum. Ég sauma og hanna á daginn á meðan strákarnir eru í skólanum, prjóna svo og hekla á kvöldin. Ingó er framkvæmdastjóri Norræna menningarsetursins í Róm (Circolo scandinavo). Hingað koma 50 listamenn á ári hverju og dvelja við listsköpun sína. Í hverjum mánuði er kynning á þeim listamönnum sem koma og eru strákarnir okkar mjög virkir í að sækja þær kynningar. Hinrik er duglegur að spyrja spurninga og ótrúleg forréttindi að kynnast þverskurði norrænna listamanna í dag. Rithöfundar, sjónlistamenn, kvikmyndagerðarmenn, myndlistarmenn, ljóðskáld, tónskáld o.s.frv.
Við kunnum vel að meta líf okkar hér í vöggu menningarinnar og svo er ótrúlega gaman að fara út, Piazza Navona, Campo dei Fiori, Pantheon, Colosseo, Péturskirkjan og svo margt fleira er í göngufæri við okkur og við notum oft helgarnar til að fara og anda að okkur menningunni.
Hafnarfjörður er samt alltaf í hjarta okkar og við söknum Suðubæjarlaugarinnar, bókasafnsins, Jólaþorpsins, Súfistans og Fjarðarkaupa heilmikið.
Bestu kveðjur frá Róm,
Hildur Hinriksdóttir
Við vöknum klukkan sjö á morgnana og þá er sólin að koma upp. Strákarnir eru í sitt hvorum skólanum, Hinrik sem er á 12. ári er í 1. bekk í miðskóla (6. bekkur á Íslandi) og Felix sem er 6 ára er í 1. bekk. Hinrik er í skólanum frá 8.00 – 14.00, þá kemur hann heim og lærir það sem eftir er dagsins. Felix er hins vegar allan daginn í skólanum kemur heim rúmlega 16.00 og þarf ekkert að læra heima nema um helgar. Það er allt annar taktur í ítölskum skólum en þeim íslensku. Mikil áhersla er lögð á stærðfræði og ítölsku (málfræði, bókmenntir, osfrv.) Hinrik er í tækniteiknun, listasögu og íþróttirnar eru einu sinni í viku. Frímínútur eru fáar og allar inni í kennslustofunni. Stærðfræðin sem Hinrik er að læra núna er kennd heima í 10. bekk og fyrstu áföngum framhaldsskólanna.
Í ítölskum skólum er mikil virðing borin fyrir kennurunum, Felix er með “Maestrur” en þegar komið er í miðskóla byrja krakkarnir að þéra kennarana og kalla þá “Professori”. Munnleg próf eru vikulega í skólunum og krakkarnir læra strax að standa upp og svara spurningum fyrir framan alla.
Skólarnir eru algerlega lokaðir, það getur enginn valsað um gangana nema með leyfi og við foreldrarnir komum aldrei inn fyrir skólahliðið nema þegar það er opið hús. Það er alltaf viss athöfn þegar Felix er sóttur í skólann. Kennarinn hleypir honum ekki út nema hann sjái foreldrið sem er að sækja. Íslensk vinkona okkar hafði á orði að það væri eins og hún væri stödd í réttunum þegar við vorum að ná í Felix! Hinrik má koma og fara sjálfur í skólann, en enginn má koma inn í bygginguna á skólatíma. Það er hins vegar alveg ógerlegt fyrir hann að labba einn heim með töskuna sína, því hún er svo þung. Allir krakkarnir eru með bakpoka á hjólum sem hægt er að draga á eftir sér, bækurnar eru ótalmargar og þungar.
Sumarfríð er langt og gott í ítölskum skólum. Frá annarri vikunni í júní til annarrar viku í september. Fullir þrír mánuðir. Leikskólar loka á sama tíma og spila ömmur og afar stórt hlutverk í uppeldi barnanna ef báðir foreldrar vinna úti. Við njótum þess á sumrin að skella okkur á ströndina en það tekur okkur aðeins hálftíma að komast í sjóinn með lest.
Í Róm búa u.þ.b. 25 Íslendingar. Við reynum að hittast eins og við getum og við erum um átta konur sem hittumst einu sinni í mánuði í íslenskum saumaklúbbi.
Við erum svo heppin að búa í sama húsi og við vinnum. Ég sauma og hanna á daginn á meðan strákarnir eru í skólanum, prjóna svo og hekla á kvöldin. Ingó er framkvæmdastjóri Norræna menningarsetursins í Róm (Circolo scandinavo). Hingað koma 50 listamenn á ári hverju og dvelja við listsköpun sína. Í hverjum mánuði er kynning á þeim listamönnum sem koma og eru strákarnir okkar mjög virkir í að sækja þær kynningar. Hinrik er duglegur að spyrja spurninga og ótrúleg forréttindi að kynnast þverskurði norrænna listamanna í dag. Rithöfundar, sjónlistamenn, kvikmyndagerðarmenn, myndlistarmenn, ljóðskáld, tónskáld o.s.frv.
Við kunnum vel að meta líf okkar hér í vöggu menningarinnar og svo er ótrúlega gaman að fara út, Piazza Navona, Campo dei Fiori, Pantheon, Colosseo, Péturskirkjan og svo margt fleira er í göngufæri við okkur og við notum oft helgarnar til að fara og anda að okkur menningunni.
Hafnarfjörður er samt alltaf í hjarta okkar og við söknum Suðubæjarlaugarinnar, bókasafnsins, Jólaþorpsins, Súfistans og Fjarðarkaupa heilmikið.
Bestu kveðjur frá Róm,
Hildur Hinriksdóttir
Strákarnir í Kristjaníuhjólinu fyrir framan Colosseo
Strákarnir fyrir framan Rúdólf Mini á aðventunni.
Flottir strákar í hjóli
Fyrir framan Trevi gosbrunninn
Á eftir mömmu.. í Trastevere.
Kvöldganga í Trastevere
1 ummæli:
Ofsalega gaman að þessu :)
Kv. Lillesös
Skrifa ummæli