Nú er vetur í Róm.
Það rignir annanhvorn dag..
Rigningin þrusast beint niður og okkur finnst gott að ganga um borgina sem sýnir nýja hlið.
Blauta hlið.
Enn eru jafnmargir túristar á sveimi.
Ég er búin að vera með símann á lofti í okkar daglega amstri.
Hér eru nokkrar myndir!
Þessi er tekin á laugardaginn þegar við Felix Helgi skruppum að versla aðeins inn, það ringdi ekki þann daginn!
Hér erum við fyrir utan skólann hans Hinriks
á mánudaginn var.
Hinrik skellir á sig hjálmnum,
í hópi með skólabræðrum sínum
Sem kepptust við að bera fram
EYJAFALLAJÖKULL
með misgóðum árangri
Ponte Sisto, göngubrú yfir ánna Tevere sem er brún og ógnvekjandi í rigningunni.
Ponte Mazzini.
Hér sést minningarstaður um Claudio litla,
en hann var aðeins 2 ára þegar Pabbi hans í forræðisdeilu labbaði með hann að þessari brú og henti honum í ánna.
Nú eru að verða liðin 3 ár síðan það gerðist.
Blóm og bangsar eru þarna til þess að við gleymum ekki.
Ponte Mazzini
Hér sést Hinrik á fleygiferð á hjólinu sínu,
á heimleið úr skólanum.
Þessar eru svo teknar í dag,
Við Felix Helgi áttum erindi niður á
Piazza Venezia eftir skóla.
Hér eru svo tvær myndir af drengjunum mínum,
Felix Helgi að fá sér Pizza rossa og safa
og Hinrik Leonard að bíða eftir takeaway kvöldmatnum okkar á Kínastaðnum okkar.
Daglegt líf!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli