En fyrst smá formáli;
Fyrir nákvæmlega ári fór ég í staðlaða brjóstamyndatöku og greindist í framhaldi af því með tvær tegundir af illkynja æxlum í vinstra brjósti.
Ég fór í brjóstnám í maí og er núna á lyfjum og sprautum sem eiga að halda þessum fjanda niðri.
Eftir tvær vikur verð á ég svo eins árs afmæli reyklaus! Hver hefði trúað því.
Ég fékk svo alvarlegt bronkítis fyrir ári síðan (reyndar eitthvað sem hefur fylgt mér í 30 ár) en í þetta skiptið tókst ekki að lækna það þannig að ég var í 8 vikur að berjast við það.
Þetta tvennt, krabbinn og bronkítis, koma mér í áhættuhóp gagnvart Covid-19.
Í dag er 14 dagurinn okkar í einangrun. Staðan í dag er þannig að við megum fara út í nauðsynlegum tilvikum. Einn í einu! Það má fara að versla en bara í hverfinu þínu, það má fara út að labba en helst í 200 metra radíus við heimilið þitt, það sama gildir með klósettferðir með hunda. Apótek og tóbaksbúðir eru opnar, sem og pósthús og bankar. En allt með skertum opnunartímum og takmarkað hversu margir mega vera inni í einu. En helst og fyrst og fremst áttu að vera heima!
Ríkisstjórnin setur lög og reglur en svo geta héruðin sett líka sínar reglur. Þannig að sumt sem þið sjáið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á ekki við um alla Ítalíu.
Hér í Róm liggja allar messur niðri, engar jarðafarir, giftingar osfrv. En sumar kirkjur eru opnar í skamman tíma á dag fyrir einkabænir. Þá getur fólk farið inn og beðið í friði.
Strákarnir mínir sem núna eru orðnir ungir menn eru báðir í skólanum á netinu.
Felix Helgi er orðin 13 ára og er á öðru ári í miðskóla (7. bekk)
Hinrik Leonard er 17 ára og er á þriðja ári í framhaldsskóla. Listaskóla.
Þeir fylgja tímum á netinu sem er búið að vera erfitt ferli þar sem margir kennarana eru ekki mjög tæknilega sinnaðir. Eins eru nokkrir krakkana ekki með nettengingu heima hjá sér. En þetta er allt að koma og þeir vakna á morgnana og sinna náminu eins og hægt er.
Eins og margir vita þá fluttum við fyrir nokkru síðan í eigin íbúð hér í 200 metra fjarlægð frá Circolo.
Við eigum hund og kött og unum okkur vel.
Þegar þetta ástand kom upp var okkur nauðsynlegt að fara alltaf út með hundinn nokkrum sinnum á dag og Ingó þurfti að fara í vinnuna sem þrátt fyrir að hafa lokað á listamenn allavegana í Apríl þá er hann með fullt af verkefnum sem hann getur ekki unnið heima.
Þar sem Ingó gat ekki unnið heima þá fluttum við bara í vinnuna hans.
Hér er stór Terrassa og þá þurfum við ekki lengur að fara út með hundinn. Hann unir sér vel uppá þaki og kötturinn líka.
Skotta |
Logi |
Ég er búin að vera mikið uppá þaki og hjálpar það til við innilokunarkenndina að komast undir heiðan himininn og ég tala ekki um í hitann því hér er komið vor.
Ingó er búin að útbúa fyrir mig aðstöðu á þakinu |
Reyndar hefur hitinn fallið úr 21 gráðu í 13 gráður í dag og verður kalt næstu 3 daga en svo mun hitinn fara aftur upp og mér gengur asskoti vel að safna freknum!
Látum þetta vera nóg í bili en ég ætla núna að vera dugleg að henda inn hugleiðingum og fréttum héðan frá Róm.
4 ummæli:
Gott(að heyra frá þér elsku Hildur og gangi ykkur sem allra best. :)
Kveðja, Sigga (á móti)
Gott að hafa svona þakverönd til að fara út á :-) Einnig að hafa afsökun til að fara í göngutúr með Loga! Kær kveðja til ykkar
Maður fer aftur í tímann að lesa svona blogg :) En gangi þér vel Hildur og fjölskylda, gott að heyra frá ykkur :)
Kv. Arnar (Narri ;) )
Hjartans kveðjur frá okkur á slóðinni. Þetta fer vel. ❤️
Skrifa ummæli