Var að komast að því að ég er búin að telja dagana í síðan útgöngubannið kom á vitlaust... það er dagur 19 í dag... ekki 18.
Í 19 daga erum við búin að vera að mestu innivið.
Heyrði í vinkonu minni henni Angelu núna áðan. Hún sagði mér að íbúðin hennar hefur aldrei verið eins hrein og núna!! Verst að ég skuli ekki finna fyrir þessri þrifþörf.... þarf að finna hana... fljótlega!
Angela er af ítölskum ættum en fædd og uppalin í Belgíu.
Við erum báða steinhissa á því hvað ítalirnir okkar eru orðnir skipulagðir. Að þeir skuli ná að halda sér í biðröðum og virða metra millibilið!!
Hún sagði mér sögur af nokkrum vinkvenna sinna. Ein býr í EUR hverfinu hér í úthverfi Rómar og hún er farin að sofa með kveikt á sjónvarpinu. Hún býr í stórri blokk og það eru svo rosalega margir sem sitja heima og gráta allar nætur og aðrir sem rífast stöðugt þannig að hún hefur kveikt á sjónvarpinu hjá sér til að fá svefnfrið.
Við höfum báðar áhyggjur af komandi vikum ef við höldum áfram að vera í einangrun.
Nú þegar eru farnar að berast fréttir af ofbeldi í heimahúsum.
Tvítugur drengur sem á við geðræn veikindi að stríða afhausaði móður sína (46 ára) í rifrildi í títtnefndu EUR hverfi fyrir viku síðan.
Ítalía á met í feminicidi=morðum á eiginkonum.
Við sjáum hvað setur.
Sjá munin!!!
Enda þennan póst á myndum sem ég tók í morgun uppá þaki.
Hitinn er að hækka aftur.. 16 gráður og skýjað í dag og þyrlan á sínum stað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli