fimmtudagur, mars 26, 2020

Andlaus fimmtudagur

"Hafið allavegana 1 metra á milli ykkar, ekki fara út, ef þið farið út gerið það bara í nauðsyn...."

Þetta er búið að vera staðan hjá okkur síðustu daga. 

     Þyrlur fljúga reglulega yfir borgina, við höldum að þetta séu herþyrlur... vitum ekki meir.

Nýjustu fréttir af Covid-19
Í Bari (Suður Ítalía) var 89 ára einstaklingur útskrifaður af spítalanum, læknaður af Corona!!!
Á landinu eru 36 læknar látnir og yfir 6000 smitaðir.
Og hér í Lazio eru tveir ungir menn látnir, annar 33 hinn 35 ára hvorugur með undirliggjandi sjúkdóma.
#restateacasa
#stayathome
#vertuheima







Nokkrar myndir af hversdagleikanum... það rignir í dag.. en á að hlýna á morgun.
Læt þetta duga í bili...
Andlaus í dag enda 17. dagurinn í innilokun.


1 ummæli:

Guðný María Jónsdóttir sagði...

Kær kveðja til ykkar <3