mánudagur, mars 30, 2020

Dagur 22

Dagur 22
Kæra dagbók, ég er heppin, ég hef pláss til að ganga yfir 8000 skref á dag. Geri það meðan ég tala í símann við mömmu...uppá þaki, geng líka hér inni fram og tilbaka.  Á hverjum degi dansa ég líka, mér er alveg sama þó einhver í næsta nágrenni sjái mig... það er gott að dansa!
Þögnin er erfiðust held ég, það heyrist næstum ekkert úti.  Nema öðru hvoru sjúkrabílar sem bruna hér meðfram ánni.
Reyndar er fuglasöngurinn yndslegur og það eru fullt, fullt af fuglum hér í nágrenninu, grænu páfagaukarnir, smáfuglarnir, krákurnar, dúfurnar og mávarnir.. sem eru reyndar færri þar sem ekki er lengur nóg að borða fyrir þá hér í borginni.
Í Róm eru milli fjórtan til sextán þúsund einstaklingar á götunni. Það er ekki búið að gera mikið fyrir það fólk.  Þrjú þeirra gengu hér framhjá í morgun, þau voru öll undir áhrifum en engin með hund sem er óvenjulegt, þau voru með læti, öskur og læti.  Ég sé útigangsfólkið líka þegar ég fer í búðina, á torgunum, sígaunarnir er farnir í bili, heyrði frétt um að glæpagengi á vegum sígauna sé byrjað að brjótast inn í tómar íbúðir og setjast þar að.  
Hústökusígaunar.


Ég vaknaði snemma í morgun,
Hinrik byrjaði í skólanum klukkan 8. en Felix klukkan 11.
það gengur allt ljómandi vel hjá þeim sem betur fer.
Ingó vinnur... og ég var með dýrin á þakinu eins og vera ber!
seinni partinn kem ég svo hingað niður í herbergi.
Í gær byrjaði ég að mála eftir númerum


Ég fjárfesti í þessu málverki fyrir 3 árum.
Núna loksins hef ég tíma fyrir það!!!
Málningin er reyndar meira og minnað uppþornuð, en smá vatn og þolinmæði reynist vel og mér finnst þetta gaman.  Minnir mig á gamla daga!

Þetta er ég í dag
Kaffibrún... ef kaffið væri rauðbirkið!

1 ummæli:

Guðný María sagði...

Það er nú alveg hægt að öfunda þig af þessari verönd - og veðrinu :-) Kær kveðja