laugardagur, mars 28, 2020

Hláturinn lengir lífið... og hjálpar innilokuðum!!

Í dag skein sólin loksins.
Ég var uppá þaki í rúmlega 3 klukkutíma og naut þess að leika við dýrin, horfa á köttinn hvæsa á hundinn og tala við ástvini mína á Íslandi og í Noregi.






Ég labbaði 7000 skref á þakinu meðan ég spjallaði og lék mér!


Svo hvarf sólin bakvið ský og ég fór að huga að þvotti.

Nú sit ég við tölvuna og hlýði á trommuslátt... taktfastann trommuslátt...




Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara.
Innilokuð í þögninni.
Ég reyni að hlæja oft á dag.
í morgun sá ég frétt um prest sem ákvað að messa yfir söfnuðnum sínum á netinu


Aumingja karlinn gleymdi að taka filterinn af myndavélinni í símanum!!
Ég hló dátt!

Ég þrjóskast við að blogga á hverjum degi en stundum veit ég barasta ekkert hvað ég á að skrifa um!?
Endilega sendið mér spurningar ef það er eitthvað sem þið viljið að ég skrifi um.

Nýjustu fréttir segja að innilokuninn verði framlengd til 18 apríl, er nú í gildi til 3 apríl.
Læt ykkur vita þegar staðfesting kemur.


Saman, óhrædd.



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hló dátt :~} Eg fór i göngutúr einu sinni sem oftar gekk aðallega eftir göngustigum og fannst stundum erfitt að mæta fólki sérstaklega
Þegar 2 saman höfðu rúman m. á milli sín ekki.lagaðist það ef ég tók fram úr hugsaði að það þyrfti Ómar Ragnarssontil að taka smá sýnikennslu ..."svona tökum við framúr" svona mætum við !

Hildurina sagði...

Haha mamma!!!!