miðvikudagur, mars 25, 2020

Af hverju komið þið ekki heim??

... til Íslands er spurning sem brennur á mörgum vina okkar og fjölskyldu.
Svarið er einfalt,
Við erum búin að búa hér í Róm (og nágrenni) í næstum 9 ár.
Við búum við mjög sterkt og gott heilbrigðiskerfi, ef við kæmum til Íslands þá myndi taka okkur 6 mánuði að komast inn í sjúkrakerfið að nýju.
Ég er á lyfjum sem hér kosta mig ekki neitt.
Ég fæ sprautu á 28 daga fresti sem kostar mig 2 evrur.
Í hvert skipti sem ég hitti sérfræðing kostar heimsóknin 0.
Heimilislæknirinn minn hún Raffaella er við símann hvenær sem ég þarf á henni að halda.
Frítt að sjálfsögðu.

Þessi faraldur hefur náttúrulega haft áhrif á þá læknatíma sem ég hef átt en ekkert af því er lífsnauðsynlegt og ég veit að þegar Covid-19 hefur gengið yfir mun ég hægt og rólega komast í þá tíma sem fallið hafa niður.



Við Hinni skruppum í búðina í dag.

Eins og sést þá erum við vel útbúin með heimatilbúnar grímur sem ég lærði að gera af myndbandi frá Kína.



Fór í apótekið og vöktu grímurnar mikla athygli hjá lyfjafræðingunum Alice og Fabio.
Þau sögðu að ég gæti örugglega selt grímurnar mínar á svarta markaðnum hahahha

Endum þetta daglega blogg á smá fyndni;

Það gekk sú saga á fjölmiðlum fyrir uþb tveim vikum síðan sem síðan þá mætti alveg telja til flökkusagna... en hún er skemmtileg og þegar ég gerði smá leit á netinu fann ég að þetta á að hafa gerst bæði í Ástralíu og Singapore.
En hér gekk sú saga að mörg apótek væru að verða uppiskroppa með smokka.
Það er nú þegar ómögulegt að ná sér í grímur og spritt en þegar bera fór á hanskaskorti dreif fólk sig til að kaupa smokka og nota til að verjast vírusnum!!


Engin ummæli: