föstudagur, janúar 24, 2014

Vikulok

Ég er búin að vera dugleg að sauma síðustu vikur,
hér eru myndir af leggings og fleiri bíða eftir myndatöku
vonandi gerist það um helgina






ég er líka búin að vera dugleg að gera við föt fyrir vini og listamennina hér í Circolo.
Þrengja pils og stytta kápu, skipta um rennilása og festa tölur.

 Þessi vika er búin að vera annasöm fyrir okkur öll.
Hinrik er á kafi í prófum,
hann er í 6. bekk og heimalærdómurinn aldrei verið meiri.
Felix var lasin í byrjun vikunnar er fór svo hress og kátur í skólann og lærir og lærir... kom svo heim með töskuna sína í dag og tilkynnti mér að það væri fullt af heimalærdómi og að hann hlakkaði svo til að byrja að læra!
Ingó er á kafi í undirbúningi fyrir aðalfund Circolo sem verður í byrjun febrúar.
Veturinn kom í dag og í fyrsta skipti þennan vetur fór hitinn niður fyrir 10 gráður.
Nóg að gera...

 ...en í kvöld verður bara kúr..
Við Hinni ætlum að njóta þess að horfa á sjónvarpið
og knúsast!

Engin ummæli: