Ég horfði á Rockstar supernova í gærkveldi og sá þegar Magni lenti í neðstu þremur sætunum. Mér finnst Magni vera frábær, fannst hann líka frábær með Á móti sól, hef kannski þurft að skammast mín svolítið fyrir það því það er náttúrulega ekki kúl að vera 35. ára móðir sem finnst gaman að heyra popphljómsveit í útvarpinu en svona er það bara. Ég var svolítið miður mín að hann skildi vera í neðstu sætunum en held að það séu margir íslendingar sem ekki vaka til að kjósa þar sem fólk er byrjað að vinna eftir sumarfrí. Ég kaus hann nokkrum sinnum en ekki eins oft og áður þar sem tengingin var eitthvað að stríða mér. Svo heyrði ég í gær að þátturinn í næstu viku verði klukkutíma seinna... það verður nú sennilega til þess að enn færra fólk vakir til að kjósa. Reyndar veit maður ekki hvað okkar atkvæði hafa mikið vægi.. en samt. Ég hugsa að ég vakni til að kjósa hann næst. Vill endilega að hann komist í úrslitin en ekkert endilega að hann vinni!
Ég er í Reykjavík í dag. Það er aðeins að renna upp fyrir mér að ég er atvinnulaus og ég hef ekki alveg haft kraftinn til að byrja að sauma að einhverju ráði, var heima síðustu 2. daga og þegar ég lít til baka sé ég að þessa 2. daga er ég bara búin að þvo og ganga frá þvotti og hanga í tölvunni. Heklaði reyndar eina og hálfa húfu í gær en það var yfir Rockstar...
Ingólfur fer í óperuna á hverjum degi og ég fæ allar óperufréttir frá honum og vinum mínum og fyrrverandi samstarfsmönnum. Er að reyna að brynja mig því það eru yfirleitt ekki góðar fréttir sem ég er að fá. Mikið Djöfull er ég fegin að vera ekki lengur að vinna þarna! That´s the God Holy truth!
Hinrik er orðin svo stór og nú þurfa foreldrarnir virkilega að passa sig á því hvað þeir segja. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki þolinmóð í umferðinni... keyri alltaf á löglegum hraða og þó það sé gaman að spýta í þá geri ég það ekki! Á leiðinni norður um helgina varð ég frekar pirruð þegar hver bíllinn á fætur öðrum spýttist fram úr mér með tjaldvagna í eftirdragi og meira að segja hjólhýsi, og ég að keyra á 90... ég lét út úr mér ýmis blótsyrði en aðallega hvað þetta væru miklir hálvitar sem voru að taka fram úr mér.
Í Hrútarfirðinum keyrðum við fram á lögreglubíl með blá ljós sem var búin að stoppa einn ökuníðinginn, ég útskýrði þá fyrir syni mínum að nú væri löggan búin að taka mann sem var að keyra of hratt og nú þyrfti hann að borga sekt. Hinrik hugsaði sig um í smá stund og sagði svo; "Mamma, er þá löggann búin að taka alla HÁLFVITANA?" Mér rann kallt vatn milli skinns og hörunds og meðan ég reyndi að fela hláturinn ákvað ég að reyna að passa mig í framtíðinni því ég vil ekki að sonur minn tali um alla FOKKING HÁLFVITANA Í UMFERÐINNI.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli