miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Sjampó

Ég er með feitt hár! Síðan ég var barn hef ég barist við að finna lausn á fituframleiðslunni í hárinu á mér og þrátt fyrir miklar tilraunir, permanett 12 ára, strípur 13 ára og að þvo ekkert á mér hárið í 14 daga þegar ég var á spítala á ítalíu 18 ára, þá hefur ekkert virkað! Stundum finn ég voðagott sjampó en það virkar ekki nema niður í miðja flösku. Þá þróar hársvörðurinn mótefni gegn efninu og hárið fitnar sem aldrei fyrr. Ég fann fyrir nokkrum árum duft frá Bumble and Bumble sem ég get notað sem þurrsjampó svona ef ég er í útilegu og svoleiðis og kemst ekki í sturtu og það er voðafínt að hafa til að hlaupa uppá en ég virðist samt vera komin með þetta svo á sálina að mér líður aldrei vel nema vera með alveg hreint hár. Ég hef reynt að fara í sturtu á kvöldin en oftar en ekki er hárið á mér svo feitt þegar liðið er á miðjan dag að mér líður illa. Ég vildi óska að það væri til töfralausn á þessu máli en verð held ég núna 35 ára að sætta mig við það að ég verð að þvo á mér hárið á hverjum degi!! Bömmer!

Engin ummæli: