föstudagur, ágúst 18, 2006

Ótitluð skáldsaga, fyrsti kafli

Ég var búin að búa hérna í 2. ár. Það var svolítið skrítið til þess að hugsa að á þessum tveimur árum var ég aldrei búin að fara heim. Mig langaði oft heim en ekki það mikið að ég hringdi í bankann til að fá hækkaðan yfirdráttinn. Það var svo rosalega dýrt að fljúga til Íslands frá Ítalíu, ekkert beint flug.
Vor í lofti, samt bara byrjun mars. Sumarið yrði komið eftir tvo mánuði með öllum sínum hita.
Á leiðinni í skólann leit ég upp, hafði lært það þegar ég var skiptinemi 10 árum áður, merkilegt hvað maður sá umhverfið í öðru ljósi bara með því að líta upp. Skoða fallegu byggingarnar, sótið, listaverkin utan á húsunum, þvottinn og blómapottana. Ég var á leið í skólann, þar voru vinir mínir. Giada 21. árs unglingur með mikla hæfileika, Chiara fordekruð dýralæknisdóttir, Saleti 30. brasilísk læknisfrú að leika sér með peninga mannsins síns. Og Andrea yndislegur samkynhneigður þræll tískunnar. Stundum fílaði ég mig eins og miðaldra konu í skólanum en það var nú sennilega bara reynslan sem íslenskur raunveruleiki bauð uppá. Ítalir hafa ekki sumarvinnu, ég byrjaði að vinna 10. ára. Á ítalíu er það barnaþrælkun. Ítalir fluttu líka aldrei að heiman. Ekki fyrr en mamma og pabbi voru búnir að kaupa handa þeim íbúð og þeir að gifta sig. Oft fluttu þeir ekki saman fyrr en daginn eftir brúðkaupið.. klikkun fannst mér.

Síminn minn hringdi, nafnið Alberto blikkaði á skjánum, ég fann smá skelfingarhroll hríslast um mig, var enn í viðjum geðveikinnar fann ég. Berti skerti... ætti ég að svara, vissi svo sem hvað hann vildi. Vildi fá mig aftur. Tveimur árum áður hafði ég kynnst Berta skerta á netinu. Sennilega var það ástsýkin í mér sem fékk mig til að lita við honum tvisvar. Hann kom til íslands og ég ákvað að gefa honum séns... hefði betur ekki gert það því eftir eitt ár í sambandi við hann var ég orðin gjörsamlega búin andlega. Hannv ar einkasonur, fordekraður geðsjúklingur, í dag var hann með hálfrakaðann haus og hálft skegg. Alveg satt, vinstra megin var hár og hægra megin var skalli. Hægramegin var skegg og vinstra megin ekkert. Eins og teiknimyndafígúra. Lýsti honum náttúrulega vel. Þegar ég hætti með honum byrjaði ég með öðrum sem var í hæfilegri fjarlægð. Var ekki ástfangin af honum en fann að það var eina leiðin til að slíta mig úr geðveikinni. Ég leigði af foreldrum Berta og hann vildi að ég færi. Ég vildi það og við undirbúninginn kom tilboð frá Berta, ég mætti halda áfram að leigja þessa íbúð, ef að ég myndi bara totta hann einu sinni í viku, á laugardögum! Mætti alveg eiga kærastann áfram ef að ég bara tottaði hann. Og núna var hann að hringja í mig til að rukka mig fyrir gjafirnar sem hann var búin að gefa mér síðusta árið. Hálsmen, eyrnalokkar, gerfipels, úr og farsíma og svo eitthvað fleira smálegt. 50.000.- íslenskar. Ég var að spá í að borga honum, það væri sennilega best til að losna við hann,
“Halló...”
“Hvar eru peningarnir mínir” rödd hans hljómaði eins og í leigumorðingja,
“Ég er með þá, komdu klukkan 19. í kvöld” sagði ég og fann hvernig röddin mín titraði. Ég skellti svo á. Ok, 4 tímar í skólanum, svo heim og undibúa mig fyrir geðsjúklinginn, afhenda peningana og fá hann út úr lífi mínu fyrir fullt og allt.

Salete tók á móti mér þegar ég kom í skólann. Hún var hálfföl, það var ekki fitututla utan á henni en samt var hún með fitukomplexa.
“Er allt í lagi með þig” spurði ég og horfði á hana spurnaraugum.
“Jújú, svaraði hún, ég er bara þreytt eftir nóttina, var á klósettinu í alla nótt.
“Nú spurði ég, ertu lasin?”
“Nei þetta eru nýju megrunarpillurnar, þær skilja fituna frá matnum og nú rennur bara fita úr rassinum á mér..!”
“Ha?”
“Ég er með dömubindi, þarf að skipta á klukkutíma fresti.. þetta er svakaleg vont, hefði ekki átt að taka svona margar!” Maðurinn hennar Salete, Mario, var tannlæknir, hann gat skrifað út reseft og hafði strax skrifað út fyrir þessum nýju pillum frá Ameríku, Saleta hélt áfram “Ég fór á næturklúbb í gær, og þegar ég var að dansa tók fann ég að eitthvað rann niður löppina á mér, ég var ekki í nærbuxum, kjóllinn var svo þröngur, ég hljóp á klósettið og sá þá að þetta var fita og hún var komin í kjólinn minn, rauðleit eins og ég væri með túrblett á rassinum. Ég fór heim”
Þetta kom mér ekkert á óvart, Salete var ótrúleg, og hennar vinkonur. Fyrstu og einu brjóstin sem ég hafði komið við voru bjóst Önu vinkonu hennar, 5 dögum eftir aðgerð. Voða þrýstin og fín en kannski ekki alveg eitthvað sem manni langar til að snerta sem gagnkynhneigð ung kona! Kannski var það af því að hún var frá Brasilíu en fyrir henni var ekkert mál að fara í lýtaaðgerðir og útlitið skipti öllu máli. Salete var smá skökk til augnanna, það var af því að hún hafði farið í aðgerð til að láta lyfta augunum þegar hún var 22. ára. Hún fór til flottasta lýtalæknis í Sao Paolo en þar sem hún var ekki “celebrity” lét hann nema framkvæma aðgerðina. Það mistókst smá. Sást ekkert voðamikið en samt svolítið. Núna var Mario að vinna að skiptivinnudíl við vin sinn lýtalækni, sem samanstóð af því að hann myndi gera við tennurnar í fjölskyldunni meðan lýtalæknirinn lappaði uppá Salete. Nota Bene, Salete var bara 28. ára.

Þegar skóladagurinn var búin flýtti ég mér heim til að taka á móti Berta skerta, ég var með 30.000 íslenskar í vasanum og ætlaði að láta hann fá þá og vonandi yrði málið dautt. Það var nóg fyrir símanum og smá auka, ég ætlaði ekki að borga fyrir afmælis og jólagjöf!
Ég fór í snögga sturtu, varð að flýta mér og nota bara sjampó þvi vatnið dugaði ekki til að nota hárnæringu líka. Ég fékk mér einn bjór og fór að teikna fyrir skólann. Þegar bjallann hringdi hrökk ég við og skemmdi teikninguna. Hvar var Mauri, meðleigjandinn minn? Hann hafði lofað að vera komin heim.
Ég gekk að dyrasímanum og svaraði.
“Hæ þetta er Alberto..”
“Ok ég kem niður” svaraði ég og hlustaði ekki á mótmælin. Ég skellti mér í lyftuna og dró djúpt andann. Fyrir framan blokkina mína stóð Berti, klæddur í hræðilega Hawai skyrtu sem mamma hans hafði örugglega keypt á hann á markaðnum, hann var fáránlegri en nokkurntíma fyrr en hvernig var annað hægt. Mamma hans tók til fötin hans á kvöldin, það sem hann átti að klæða sig í daginn eftir! Mitt hlutverk átti að vera það, og að skræla ofan í hann ávextina við matarborðið!
Ég horfði beint í augun á honum og sagði:
“Hér eru peningarnir og farðu úr mínu lífi að eilífu...”
“Hanna, þú veist að við getum haft þetta öðruvísi..!”
“Hvað meinarðu?” Svaraði ég og fann hvað ég var virkilega búin að fá nóg. Ég sá fyrir mér mömmu hans grátandi að biðja mig um að halda áfram með honum, sá fyrir mér öll þau skipti sem hann hafði reynt að múta mér til að halda áfram að vera með honum, ég meina hann rukkaði mig leigu 3000 kall á mánuði fyrir að nota tölvuna hans sem hann var hættur að nota og hefði annars hent!
“Þú þarft ekki að hitta mig nema einu sinni í viku og sofa hjá mér þá þarftu ekki að borga peningana og við getum verið vinir!”
“Sofa hjá þér, Alberto! Ég þoli þig ekki, þú ert fáránlegur og hér hefurðu peningana og farðu...” Ég fann hvernig ég titraði þegar ég henti seðlunum í hann, og fann hvernig bjórinn fór að virka. Peningarnir féllu ljúflega til jarðar, verst kannski að það var alveg logn, annars hefði ég notið þess að horfa á hann reyna að safna þeim saman.
Ég snéri mér snögglega við og strunsaði að hurðinni, ég fann hvernig hjartað í mér barðist og svitinn spratt fram. Ég var svolítið hrædd um að hann myndi elta mig og jafnvel lemja mig.. ég náði með erfiðleikum að stinga lyklinum í skránna og loka á eftir mér. Ég andaði ekki fyrr en ég kom í lyftuna. Ég fann að tárin voru að spretta fram en náði að halda í mér uppá fimmtu hæð. Þegar ég kom inn brotnaði ég niður, og dyrabjallan byrjaði að hringja.
Og hringja og hringja. Það var hann, brjálaður, ég fór útá svalir og sá hann speglast í glugganum á neðstu hæðinni á byggingunni á móti. Ég heyrði líka í honum öskra að þetta væru ekki allir peningarnir. Eftir 30. minútur hætti hann og fór. Og 10. mínútum seinna kom Mauri glaður heim. Hann kom beint inn í herbergi til mín og ég horfði á hann uppgötva hverju hann hafði gleymt!
“Fyrirgefðu Hanna mín, ég var alveg búin að gleyma Skerta.” Hann tók utanum mig og bauð mér út að borða. Það var gott því ég átti engan pening!
Hann fór með mig á pizzastað þar sem allar pizzur fyrir kvenfólkið voru hjartalaga! Mauri var yndislegur vinur. Hann var 3. árum yngri en ég. Nýbyrjaður með Rosu sem var 1.46 á hæð, sem passaði vel við Mauri því hann var bara 1.53! Ég var risavaxin miðað við hann en samt bara 1.67. Ég klappaði honum stundum á hausinn svona til að stríða honum.

Klukkan var orðin 12. þegar við komum heim. Ég bauð góða nótt og fór til að athuga hvort ég hefði fengið einhvern email. Ég komst ekki í pósthólfið mitt, sem var skrítið, skilaboð birtust á skjánum sem sögðu að ég væri ekki með rétt lykilorð!? ostur, lykilorðið mitt var ostur, allsstaðar, pósturinn minn, spjallforritið, alltaf ostur. Ég svitnaði, Berti vissi lykilorðið mitt, af hverju var ég ekki búin að breyta því! Asni hugsaði ég og þá heyrðist pípið sem sagði mér að ég væri að fá skilaboð í gemsann. Ég skoðaði skilaboðin:
“ÉG HEF TEKIÐ EMAILINN ÞINN Í GÍSLINGU, BORGAÐU 20.000 INNÁ REIKNINGINN MINN, OG ostur VERÐUR AFTUR LYKILORÐIÐ ÞITT!”
Svar: “FARÐU Í RASSGAT OG TAKTU EMAILINN MINN MEÐ ÞÉR”

Engin ummæli: